Íslenski hesturinn vinsælli en Gullfoss og Geysir á Instagram Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2015 16:30 Íslenski hesturinn er vinsæll. Vísir/H:N /jakob Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira