Tveir áratugir frá snjóflóðinu á Flateyri Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. október 2015 09:30 Frá björgunarstörfum á Flateyri fyrir átján árum. Fréttablaðið/GVA Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“ Teitur Björn Einarsson Flateyringur Teitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum. Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“ Teitur Björn Einarsson Flateyringur Teitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum.
Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira