Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands Svavar Hávarðsson skrifar 27. október 2015 07:00 Smátt og smátt breyta jökulhlaupin grónu hrauni í eyðimörk. mynd/áskell þórisson Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Líklegt er talið að Skaftárhlaupið hafi þakið þúsund hektara af grónu landi þar sem fyrri hlaupa hafði ekki gætt til þessa. Talið er að hlaupvatnið hafi þakið um sex til sjö þúsund hektara lands og skilið þar eftir gríðarlegt magn af jökulaur og sandi. Horft upp með Skaftá einn flóðadagana - myndin gefur hugmynd um hvernig vatnið flæmist yfir hraun og gróið land. mynd/Sigurjón Einarsson Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir um bráðabirgðatölur að ræða enda ekki fært um nema hluta af áhrifasvæði hlaupsins vegna vætutíðar. Vegir séu sums staðar ófærir á afréttum og því séu stór svæði ókönnuð. Þá hafi skýjahula komið í veg fyrir að nýtilegar gervitunglamyndir hafi borist til úttektar á skemmdunum sem flóðið olli. „Skemmdir á ræktuðu landi hafa ekki enn þá verið metnar vegna þess hve erfitt er að fara um svæðin en alveg er ljóst að nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar eru nú undir eðju og sandi,“ segir Sveinn. Skemmdir á flóðavörnum eru ekki eins miklar og Landgræðslan óttaðist lengi vel. Þrír tiltölulega gamlir garðar frá Vegagerðinni hurfu með öllu og tveir garðar frá Landgræðslunni og bændum hurfu einnig. „En það er ljóst að hækka verður suma flóðvarnargarða. Virkni þeirra hefur minnkað þar sem farvegir við þá hafa hækkað mikið vegna framburðar, og því mun meiri hætta á að næsta Skaftárhlaup flæði yfir þá, verði það ámóta stórt eða stærra en það sem er nýlokið.“ Stærð Skaftárhlaupsins kom flestum á óvart – svo virðist sem það hafi verið um helmingi stærra en stærstu hlaupin til þessa. Sérfræðingar telja líklegt að eitthvað mikið hafi breyst í eystri Skaftárkatlinum sem hljóp tveimur árum seinna en hingað til – eða fimm árum eftir síðasta hlaup. Sveinn segir ljóst að ef hlaupin úr eystri katlinum hafi fundið sér nýjan takt – og verði því mun stærri í framtíðinni – þýði það aðeins eitt. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri „Það þýðir að enn stærri gróðurlendi fara undir sand og jökulaur sem eykur á uppfokið og sandfokið. Það verða lakari loftgæði fyrir íbúa og enn meiri hætta á röskun á umferðaröryggi á hringveginum. Verði næsta Skaftárhlaup ámóta stórt þá mun hringvegurinn lokast um tíma á tveimur stöðum, verði ekkert að gert. Áframhaldandi skemmdir verða á afréttunum og tún og ræktunarlönd bænda halda áfram að spillast.“ Landgræðslan hefur unnið fyrstu drög að viðbragðsáætlun og mun kynna hana í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í næstu viku. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela því ráðuneyti forræði á nýjum hamfarasjóði sem m.a. verður ætlað að takast á við afleiðingar Skaftárhlaupsins. „Það yrði óheyrilegur kostnaður að reyna að halda Skaftárhlaupum í skefjum á afréttum og í byggð. Hlaupvatnið verður að fá sitt flóðasvæði, það er óhjákvæmilegt. Lítið verður aðhafst inni á afréttum m.a. vegna þess hve verkefnin þar eru tröllaukin, en þó verður grætt upp land í nánd við Fjallabaksleið nyrðri til þess að sandskaflar loki ekki veginum á tveimur stöðum,“ segir Sveinn en bætir við að næsta vor verði áhersla lögð á að hefta sandfokið næst byggðunum með uppgræðslu og gróðurstyrkingu; verja þau uppgræðslusvæði með görðum og styrkja núverandi flóðvarnargarða eins og t.d. þá sem verja Meðallandið.“ loft
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira