28 ára strákur tekur við liði í Bundesligunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 17:00 Julian Nagelsmann. Vísir/Getty Julian Nagelsmann mun stýra þýska úrvalsdeildarliðinu TSG 1899 Hoffenheim frá og með næsta tímabili en hann er bara 28 ára gamall. TSG 1899 Hoffenheim er eflaust þekktast á Íslandi fyrir að vera það lið sem Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með og skoraði 9 mörk fyrir tímabilið 2010-11. Hoffenheim rak Markus Gisdol í gær og hinn 61 árs gamli Hollendingur Huub Stevens mun stýra liðinu út tímabilið. Hoffenheim situr eins og er í fallsæti (17. sæti af 18 liðum) og svo gæti farið að nýji þjálfari þurfi að byrja með liðið í b-deildinni. Verði liðið hinsvegar áfram í þýsku Bundesligunni á næsta tímabili þá mun Julian Nagelsmann verða yngsti þjálfari deildarinnar frá upphafi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er hugrekki að taka þetta skref. Hann er bara svo efnilegur þjálfari að við viljum gefa honum þetta tækifæri," sagði Alexander Rosen, yfirmaður íþróttamála hjá Hoffenheim. Julian Nagelsmann mun klára tímabilið sem þjálfari 19 ára lið félagsins á meðan hann er hann að öðlast þau þjálfararéttindi sem hann þarf á að halda fyrir starfið hjá aðalliðinu. Julian Nagelsmann er fæddur 23. júlí 1987 eða rúmu ári eftir að Diego Maradona skoraði með hendi á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986. Fótboltaferli hans lauk við 22 ára aldur og hann hefur þjálfað yngri lið TSG 1899 Hoffenheim frá 2010. Nagelsmann fékk að kynnast aðeins starfinu með aðalliðinu þegar hann var aðstoðarþjálfari aðalliðsins tímabilið 2012 til 2013. Nagelsmann gerði 19 ára lið Hoffenheim að þýskum meisturum árið 2014 og liðið varð síðan í öðru sæti á síðasta tímabili.Julian NagelsmannVísir/Getty Þýski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Julian Nagelsmann mun stýra þýska úrvalsdeildarliðinu TSG 1899 Hoffenheim frá og með næsta tímabili en hann er bara 28 ára gamall. TSG 1899 Hoffenheim er eflaust þekktast á Íslandi fyrir að vera það lið sem Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með og skoraði 9 mörk fyrir tímabilið 2010-11. Hoffenheim rak Markus Gisdol í gær og hinn 61 árs gamli Hollendingur Huub Stevens mun stýra liðinu út tímabilið. Hoffenheim situr eins og er í fallsæti (17. sæti af 18 liðum) og svo gæti farið að nýji þjálfari þurfi að byrja með liðið í b-deildinni. Verði liðið hinsvegar áfram í þýsku Bundesligunni á næsta tímabili þá mun Julian Nagelsmann verða yngsti þjálfari deildarinnar frá upphafi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er hugrekki að taka þetta skref. Hann er bara svo efnilegur þjálfari að við viljum gefa honum þetta tækifæri," sagði Alexander Rosen, yfirmaður íþróttamála hjá Hoffenheim. Julian Nagelsmann mun klára tímabilið sem þjálfari 19 ára lið félagsins á meðan hann er hann að öðlast þau þjálfararéttindi sem hann þarf á að halda fyrir starfið hjá aðalliðinu. Julian Nagelsmann er fæddur 23. júlí 1987 eða rúmu ári eftir að Diego Maradona skoraði með hendi á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986. Fótboltaferli hans lauk við 22 ára aldur og hann hefur þjálfað yngri lið TSG 1899 Hoffenheim frá 2010. Nagelsmann fékk að kynnast aðeins starfinu með aðalliðinu þegar hann var aðstoðarþjálfari aðalliðsins tímabilið 2012 til 2013. Nagelsmann gerði 19 ára lið Hoffenheim að þýskum meisturum árið 2014 og liðið varð síðan í öðru sæti á síðasta tímabili.Julian NagelsmannVísir/Getty
Þýski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira