Lög sem sungin voru á íslenskum heimilum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2015 10:15 "Við höfum verið að taka upp gamla sálma,“ segir Hugi sem hér er í miðjunni. Við hljóðfærið situr Kári Allansson og Pétur Húni er lengst til hægri. Vísir/GVA Okkur langar að leyfa þjóðinni að endurnýja kynnin við einn þátt íslenskrar tónlistarmenningar, sem er forsöngur sálma við harmoníumundirleik. Platan Kvöldbæn kom út í vor og nú fylgir platan Heilög jól í kjölfarið. Hún kemur vonandi út innan skamms, ég er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund.com,“ segir Hugi Jónsson baritónsöngvari. Hugi kveðst hafa sér til fulltingis tvo afbragðs fagmenn, Kára Allansson organista og Pétur Húna Björnsson, þjóðfræðing og söngvara. „Við höfum verið að taka upp gamla sálma og skiptum þeim upp í jóla- og aðventusálma og aðra. Á fyrri plötunni, Kvöldbæn, sem kom út í vor voru meðal annars passíusálmar og á jólaplötunni er ríflega helmingur sálmanna sunginn við gömul þjóðlög. Pétur Húni er einnig þjóðfræðingur svo verkefnið hefur góða rótfestu. Plötunum fylgir veglegur bæklingur bæði á íslensku og ensku. Í hann teiknar Júlíus Valdimarsson, grafískur hönnuður, allar myndir og er undir áhrifum frá gamalli tíð, kirkjum og torfbæjum.“ Meðal þess sem má finna á jóladiskinum eru hin hefðbundnu lög við sálmana Fögur er foldin, Hin fegursta rósin er fundin og Heims um ból, flestir aðrir sálmar eru sungnir við gömul lög sem má finna í tónlistarhandritinu Hymnodia Sacra og Grallaranum. „Hugmyndin er að birta það sem ég ímynda mér að sungið hafi verið á íslenskum heimilum frá um það bil 1800 til 1950. Þarna eru þrjú tvísöngslög við jólasálma, Pétur Húni syngur þau með mér. En það sem mér finnst einna áhugaverðast við diskinn er hljómurinn í harmoníumhljóðfærinu með öllum sínum sérkennum,“ segir Hugi og kveðst þar eiga við stigin hljóðfæri eins og eru í svo mörgum sveitakirkjum. Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Okkur langar að leyfa þjóðinni að endurnýja kynnin við einn þátt íslenskrar tónlistarmenningar, sem er forsöngur sálma við harmoníumundirleik. Platan Kvöldbæn kom út í vor og nú fylgir platan Heilög jól í kjölfarið. Hún kemur vonandi út innan skamms, ég er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund.com,“ segir Hugi Jónsson baritónsöngvari. Hugi kveðst hafa sér til fulltingis tvo afbragðs fagmenn, Kára Allansson organista og Pétur Húna Björnsson, þjóðfræðing og söngvara. „Við höfum verið að taka upp gamla sálma og skiptum þeim upp í jóla- og aðventusálma og aðra. Á fyrri plötunni, Kvöldbæn, sem kom út í vor voru meðal annars passíusálmar og á jólaplötunni er ríflega helmingur sálmanna sunginn við gömul þjóðlög. Pétur Húni er einnig þjóðfræðingur svo verkefnið hefur góða rótfestu. Plötunum fylgir veglegur bæklingur bæði á íslensku og ensku. Í hann teiknar Júlíus Valdimarsson, grafískur hönnuður, allar myndir og er undir áhrifum frá gamalli tíð, kirkjum og torfbæjum.“ Meðal þess sem má finna á jóladiskinum eru hin hefðbundnu lög við sálmana Fögur er foldin, Hin fegursta rósin er fundin og Heims um ból, flestir aðrir sálmar eru sungnir við gömul lög sem má finna í tónlistarhandritinu Hymnodia Sacra og Grallaranum. „Hugmyndin er að birta það sem ég ímynda mér að sungið hafi verið á íslenskum heimilum frá um það bil 1800 til 1950. Þarna eru þrjú tvísöngslög við jólasálma, Pétur Húni syngur þau með mér. En það sem mér finnst einna áhugaverðast við diskinn er hljómurinn í harmoníumhljóðfærinu með öllum sínum sérkennum,“ segir Hugi og kveðst þar eiga við stigin hljóðfæri eins og eru í svo mörgum sveitakirkjum.
Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira