Bandaríkjamenn tryggðu sér Forsetabikarinn eftir mikla spennu á lokahringnum Kári Örn Hinriksson skrifar 11. október 2015 13:00 Haas feðgarnir höfðu ríka ástæðu til þess að brosa. Getty Spennan hefur sjaldan verið meiri á lokadegi Forsetabikarsins heldur en í nótt en Bandaríkjamenn tryggðu sér sinn sjöunda sigur í röð á dramatískan hátt. Fyrir lokahringinn þar sem einmenningur var spilaður átti bandaríska liðið eitt stig á stjörnu prýtt lið heimsúrvalsins en bæði lið tryggðu sér sex stig á lokahringnum og því sigruðu þeir bandarísku með 15 og hálfum vinningi gegn 14 og hálfum. Hetja Bandaríkjanna reyndist Bill Haas, sonur Jay Haas, fyrirliða liðsins. Bill hafði verið valinn í liðið af föður sínum við litla hrifningu margra en hann réttlætti valið svo sannarlega með því að ná í úrslitastigið í mögnuðum leik gegn heimamanninum Sang Moon Bae. Bestu frammistöðu mótsins átti samt sem áður Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace en hann sigraði alla sína fimm leiki fyrir Evrópuliðið þrátt fyrir að hafa spilað við stjörnur eins og Bubba Watson, Jordan Spieth og Rickie Fowler. Forsetabikarinn í ár fullkomnaði stórskemmtilegt golftímabil þar sem Jordan Spieth og Jason Day skiptust á að grípa fyrirsagnirnar með frábærum frammistöðum en næsta tímabil á PGA-mótaröðinni hefst í næstu viku með Frys.com Open. Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Spennan hefur sjaldan verið meiri á lokadegi Forsetabikarsins heldur en í nótt en Bandaríkjamenn tryggðu sér sinn sjöunda sigur í röð á dramatískan hátt. Fyrir lokahringinn þar sem einmenningur var spilaður átti bandaríska liðið eitt stig á stjörnu prýtt lið heimsúrvalsins en bæði lið tryggðu sér sex stig á lokahringnum og því sigruðu þeir bandarísku með 15 og hálfum vinningi gegn 14 og hálfum. Hetja Bandaríkjanna reyndist Bill Haas, sonur Jay Haas, fyrirliða liðsins. Bill hafði verið valinn í liðið af föður sínum við litla hrifningu margra en hann réttlætti valið svo sannarlega með því að ná í úrslitastigið í mögnuðum leik gegn heimamanninum Sang Moon Bae. Bestu frammistöðu mótsins átti samt sem áður Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace en hann sigraði alla sína fimm leiki fyrir Evrópuliðið þrátt fyrir að hafa spilað við stjörnur eins og Bubba Watson, Jordan Spieth og Rickie Fowler. Forsetabikarinn í ár fullkomnaði stórskemmtilegt golftímabil þar sem Jordan Spieth og Jason Day skiptust á að grípa fyrirsagnirnar með frábærum frammistöðum en næsta tímabil á PGA-mótaröðinni hefst í næstu viku með Frys.com Open.
Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira