Ótrúlegt að fólk úti í heimi sé að hlusta Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2015 08:30 Karólína Jóhannsdóttir vann söngkeppni framhaldsskólanna í apríl síðastliðnum. Vísir/AntonBrink Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, hefur vakið mikla athygli með laginu Silhouette. Lagið hefur verið í spilun á mörgum af helstu útvarpsstöðvum landsins og hefur auk þess vakið athygli á netinu. Á Soundcloud-vefsíðu útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson má sjá að hlustað hefur verið á lagið í rúmlega sextán þúsund skipti. Logi Pedro Stefánsson, sem vann með Karó að laginu og er annar eigandi Les Fréres Stefson, segir að flestir þeirra sem hlusta á lagið í gegnum Soundcloud-síðuna séu staðsettir í útlöndum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum. Þar á eftir hafa flestar heimsóknirnar komið frá Kanada, þá Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Þýskalandi. Fjöldi heimsókna frá Íslandi kemur svo þar á eftir.“Ekki froða eftir einhverri uppskrift Þau Karó og Logi eru sammála um að lagið sé vel heppnað. „Þetta virðist hitta á einhverjar taugar hjá fólki,“ segir Logi og Karó bætir við: „Já, þetta er vel heppnað popplag. Það er gott „sánd“ í þessu. Þetta er ekki froða eftir einhverri uppskrift.“ Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hvaðan heimsóknir koma á Soundcloud-síður og hversu oft stakir hlustendur hlusta á lagið. „Um 50 notendur hafa hlustað á lagið oftar en tuttugu sinnum. Sá sem hefur hlustað á það oftast hefur hlustað á það í sextíu skipti, á einum mánuði. Ég held að ég hafi aldrei hlustað á neitt lag svona oft á svona stuttum tíma,“ útskýrir Logi og hlær. „Manni finnst þetta auðvitað svolítið fjarlægt, að vita að manneskjur einhvers staðar úti í heimi séu að hlusta á lagið. Þetta er eitthvað svo langt frá manni,“ segir Karó.Logi Pedro Stefánsson.Vísir/ErnirGóð samvinna Þau Karó og Logi eru sammála um að samvinna þeirra hafi gengið mjög vel. „Um leið og ég heyrði hana syngja fann ég hvað hún var efnileg og góð. Okkur gekk vel að vinna saman, þetta var ekkert stress.“ Karó segist hafa vitað það í ferlinu að þau voru með gott lag í höndunum. „Ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við því að þetta yrði svona vinsælt. Það kom bara skemmtilega á óvart.“ Bæði Karó og Logi eru í skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Logi vinnur hörðum höndum að útgáfu EP-plötu Sturlu Atlas sem kemur út síðar í mánuðinum. Karó er byrjuð á verkefni sem hún segir mjög spennandi. „Ég er að vinna með mjög efnilegum tónlistarmanni sem er á hraðri uppleið. Ég get ekki sagt meira um það að svo stöddu, en þetta er mjög spennandi.“ Hægt er að hlusta á lagið Silhouette á Youtube og á Soundcloud-síðu Les Fréres Stefson. Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, hefur vakið mikla athygli með laginu Silhouette. Lagið hefur verið í spilun á mörgum af helstu útvarpsstöðvum landsins og hefur auk þess vakið athygli á netinu. Á Soundcloud-vefsíðu útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson má sjá að hlustað hefur verið á lagið í rúmlega sextán þúsund skipti. Logi Pedro Stefánsson, sem vann með Karó að laginu og er annar eigandi Les Fréres Stefson, segir að flestir þeirra sem hlusta á lagið í gegnum Soundcloud-síðuna séu staðsettir í útlöndum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum. Þar á eftir hafa flestar heimsóknirnar komið frá Kanada, þá Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Þýskalandi. Fjöldi heimsókna frá Íslandi kemur svo þar á eftir.“Ekki froða eftir einhverri uppskrift Þau Karó og Logi eru sammála um að lagið sé vel heppnað. „Þetta virðist hitta á einhverjar taugar hjá fólki,“ segir Logi og Karó bætir við: „Já, þetta er vel heppnað popplag. Það er gott „sánd“ í þessu. Þetta er ekki froða eftir einhverri uppskrift.“ Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hvaðan heimsóknir koma á Soundcloud-síður og hversu oft stakir hlustendur hlusta á lagið. „Um 50 notendur hafa hlustað á lagið oftar en tuttugu sinnum. Sá sem hefur hlustað á það oftast hefur hlustað á það í sextíu skipti, á einum mánuði. Ég held að ég hafi aldrei hlustað á neitt lag svona oft á svona stuttum tíma,“ útskýrir Logi og hlær. „Manni finnst þetta auðvitað svolítið fjarlægt, að vita að manneskjur einhvers staðar úti í heimi séu að hlusta á lagið. Þetta er eitthvað svo langt frá manni,“ segir Karó.Logi Pedro Stefánsson.Vísir/ErnirGóð samvinna Þau Karó og Logi eru sammála um að samvinna þeirra hafi gengið mjög vel. „Um leið og ég heyrði hana syngja fann ég hvað hún var efnileg og góð. Okkur gekk vel að vinna saman, þetta var ekkert stress.“ Karó segist hafa vitað það í ferlinu að þau voru með gott lag í höndunum. „Ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við því að þetta yrði svona vinsælt. Það kom bara skemmtilega á óvart.“ Bæði Karó og Logi eru í skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Logi vinnur hörðum höndum að útgáfu EP-plötu Sturlu Atlas sem kemur út síðar í mánuðinum. Karó er byrjuð á verkefni sem hún segir mjög spennandi. „Ég er að vinna með mjög efnilegum tónlistarmanni sem er á hraðri uppleið. Ég get ekki sagt meira um það að svo stöddu, en þetta er mjög spennandi.“ Hægt er að hlusta á lagið Silhouette á Youtube og á Soundcloud-síðu Les Fréres Stefson.
Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37