„Pabbi neitaði aldrei giggi“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2015 10:15 „Við Pálmi Hjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Tryggvi sem heldur á syninum, Bjarti Rukundo. Vísir/Vilhelm „Við Pálmi Sigurhjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum, í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Trausti Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, um tónleika sem haldnir verða í Salnum í kvöld og annað kvöld til að minnast 90 ára afmælis föður hans, Jóns Sigurðssonar, banka- og tónlistarmanns. Jón var afkastamikill laga- og textasmiður. Margt af því sem hann samdi hitti þráðbeint í mark hjá þjóðinni, náði feikna vinsældum þegar það kom út á 6. og 7. áratugnum og hefur lifað. Hann gerði texta við öll sín lög en einnig orti hann við lög annarra eftir pöntunum. Ljóðið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði fyrst vinsælt í kringum 1960 með KK sextetti, er eitt þeirra. Það kann hvert mannsbarn á Íslandi í dag og hefur verið nefnt „hinn nýi þjóðsöngur“. Trausti var í tíu ár með föður sínum í hljómsveit sem lék á böllum úti um alla borg. „Við vorum oft í Hreyfilshúsinu á laugardögum og á Hótel Borg á sunnudögum. Svo fór pabbi í bankann morguninn eftir, alveg sama hversu mikið var að gera í spilamennskunni. Pabbi neitaði aldrei giggi. Ég spurði mömmu einhvern tíma af hverju hann spilaði svona mikið, hann þyrfti þess ekki peninganna vegna, en auðvitað var það hans líf og yndi. Þá sagði hún mér frá þeim dögum, sem ég mundi ekkert eftir, þegar þau áttu varla fyrir salti í grautinn og spilamennskan bjargaði buddunni. Eftir það sagði pabbi aldrei nei.“ Flytjendur á tónleikunum í Salnum segir Trausti ekkert minna en frábæra. „Við erum með Heru Björk Þórhallsdóttur og Þór Breiðfjörð, Jogvan Hansen kemur sérstaklega frá Færeyjum til að syngja. Pálmi Sigurhjartar er tónlistarstjóri og við hinn flygilinn er Ástvaldur Traustason. Við erum með trommuleikara Íslands, Ásgeir Óskarsson, Jón Rafnsson eðalkontrabassaleikara og Harald Gunnlaugsson, gríðargóðan gítarleikara. Einnig koma fram tvær ungar söngkonur, Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og Þórunn Soffía Snæhólm, svo syngur Hjördís Geirs með Heru dóttur sinni Ég bíð við bláan sæ og Gunni og Felix taka tvö lög, Komdu niður og Úti í Hamborg.“ Spurður hvort hann ætli ekkert að spila sjálfur svarar Trausti: „Nei, en ég fæ að syngja eitt lag.“ Tónlist Mest lesið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
„Við Pálmi Sigurhjartarson töluðum fyrst um þessa tónleika fyrir sex árum, í heita pottinum í Breiðholtslaug. Nú er komið að þeim,“ segir Trausti Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, um tónleika sem haldnir verða í Salnum í kvöld og annað kvöld til að minnast 90 ára afmælis föður hans, Jóns Sigurðssonar, banka- og tónlistarmanns. Jón var afkastamikill laga- og textasmiður. Margt af því sem hann samdi hitti þráðbeint í mark hjá þjóðinni, náði feikna vinsældum þegar það kom út á 6. og 7. áratugnum og hefur lifað. Hann gerði texta við öll sín lög en einnig orti hann við lög annarra eftir pöntunum. Ljóðið Ég er kominn heim, sem Óðinn Valdimarsson gerði fyrst vinsælt í kringum 1960 með KK sextetti, er eitt þeirra. Það kann hvert mannsbarn á Íslandi í dag og hefur verið nefnt „hinn nýi þjóðsöngur“. Trausti var í tíu ár með föður sínum í hljómsveit sem lék á böllum úti um alla borg. „Við vorum oft í Hreyfilshúsinu á laugardögum og á Hótel Borg á sunnudögum. Svo fór pabbi í bankann morguninn eftir, alveg sama hversu mikið var að gera í spilamennskunni. Pabbi neitaði aldrei giggi. Ég spurði mömmu einhvern tíma af hverju hann spilaði svona mikið, hann þyrfti þess ekki peninganna vegna, en auðvitað var það hans líf og yndi. Þá sagði hún mér frá þeim dögum, sem ég mundi ekkert eftir, þegar þau áttu varla fyrir salti í grautinn og spilamennskan bjargaði buddunni. Eftir það sagði pabbi aldrei nei.“ Flytjendur á tónleikunum í Salnum segir Trausti ekkert minna en frábæra. „Við erum með Heru Björk Þórhallsdóttur og Þór Breiðfjörð, Jogvan Hansen kemur sérstaklega frá Færeyjum til að syngja. Pálmi Sigurhjartar er tónlistarstjóri og við hinn flygilinn er Ástvaldur Traustason. Við erum með trommuleikara Íslands, Ásgeir Óskarsson, Jón Rafnsson eðalkontrabassaleikara og Harald Gunnlaugsson, gríðargóðan gítarleikara. Einnig koma fram tvær ungar söngkonur, Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og Þórunn Soffía Snæhólm, svo syngur Hjördís Geirs með Heru dóttur sinni Ég bíð við bláan sæ og Gunni og Felix taka tvö lög, Komdu niður og Úti í Hamborg.“ Spurður hvort hann ætli ekkert að spila sjálfur svarar Trausti: „Nei, en ég fæ að syngja eitt lag.“
Tónlist Mest lesið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira