Derrick Rose verður bara frá í tvær vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 08:00 Derrick Rose með liðsfélaga sínum Tony Snell. Vísir/EPA Derrick Rose fór í aðgerð í gær en ólíkt aðgerðum síðustu ára þá verður þessi óheppni leikstjórnandi Chicago Bulls ekki lengi frá að þessu sinni. Rose fékk slæmt olnbogaskot á æfingu á þriðjudaginn sem varð til þess að það kom brot í vinstri augnbotninn. Rose lagðist á skurðarborðið daginn eftir og samkvæmt AP-fréttastofunni þá heppnaðist aðgerðin vel. Derrick Rose ætti að vera kominn á fullt eftir tvær vikur eða hálfum mánuði fyrir fyrsta leik tímabilsins sem er á móti Cleveland Cavaliers 27. október næstkomandi. Venjan er að fólk sé lengur frá eftir svona meiðsli en það má búast við því að Rose spili með grímu í upphafi tímabilsins. Meiðslin þýða þó að Derrick Rose missir af stórum hluta af undirbúningstímabilinu sem er aldrei gott sérstaklega fyrir leikmann sem er búinn að vera mikið frá síðustu ár. Derrick Rose hefur bæði slitið krossband og rifið liðþófa undanfarin ár og það hefur lítið gengið upp hjá kappanum síðan að hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11. Rose missti af öllu 2012-13 tímabilinu og spilaði aðeins tíu leiki tímabilið á eftir. Tölfræðingar NBA-deildarinnar voru fljótir að bera hann saman við Tim Duncan. Derrick Rose hefur misst af 103 leikjum á síðustu tveimur tímabilum en Tim Duncan hefur aðeins misst af samtals 97 leikjum á sínum átján tímabila ferli. Chicago Bulls vann 50 leiki á síðustu leiktíð en datt út úr úrslitakeppninni fyrir Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers. Liðið sjálft hefur lítið breyst milli tímabila en Fred Hoiberg tók við þjálfuninni af Tom Thibodeau. NBA Tengdar fréttir Meiðslamartröð Rose heldur áfram: Enn ein aðgerðin Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, er enn á ný á leið á skurðarborðið eftir að hafa meiðst á andliti á fyrsta degi undirbúningstímabilsins. Rose hefur verið meira eða minna meiddur síðan að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2010-11. 30. september 2015 08:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Derrick Rose fór í aðgerð í gær en ólíkt aðgerðum síðustu ára þá verður þessi óheppni leikstjórnandi Chicago Bulls ekki lengi frá að þessu sinni. Rose fékk slæmt olnbogaskot á æfingu á þriðjudaginn sem varð til þess að það kom brot í vinstri augnbotninn. Rose lagðist á skurðarborðið daginn eftir og samkvæmt AP-fréttastofunni þá heppnaðist aðgerðin vel. Derrick Rose ætti að vera kominn á fullt eftir tvær vikur eða hálfum mánuði fyrir fyrsta leik tímabilsins sem er á móti Cleveland Cavaliers 27. október næstkomandi. Venjan er að fólk sé lengur frá eftir svona meiðsli en það má búast við því að Rose spili með grímu í upphafi tímabilsins. Meiðslin þýða þó að Derrick Rose missir af stórum hluta af undirbúningstímabilinu sem er aldrei gott sérstaklega fyrir leikmann sem er búinn að vera mikið frá síðustu ár. Derrick Rose hefur bæði slitið krossband og rifið liðþófa undanfarin ár og það hefur lítið gengið upp hjá kappanum síðan að hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11. Rose missti af öllu 2012-13 tímabilinu og spilaði aðeins tíu leiki tímabilið á eftir. Tölfræðingar NBA-deildarinnar voru fljótir að bera hann saman við Tim Duncan. Derrick Rose hefur misst af 103 leikjum á síðustu tveimur tímabilum en Tim Duncan hefur aðeins misst af samtals 97 leikjum á sínum átján tímabila ferli. Chicago Bulls vann 50 leiki á síðustu leiktíð en datt út úr úrslitakeppninni fyrir Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers. Liðið sjálft hefur lítið breyst milli tímabila en Fred Hoiberg tók við þjálfuninni af Tom Thibodeau.
NBA Tengdar fréttir Meiðslamartröð Rose heldur áfram: Enn ein aðgerðin Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, er enn á ný á leið á skurðarborðið eftir að hafa meiðst á andliti á fyrsta degi undirbúningstímabilsins. Rose hefur verið meira eða minna meiddur síðan að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2010-11. 30. september 2015 08:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Meiðslamartröð Rose heldur áfram: Enn ein aðgerðin Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, er enn á ný á leið á skurðarborðið eftir að hafa meiðst á andliti á fyrsta degi undirbúningstímabilsins. Rose hefur verið meira eða minna meiddur síðan að hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2010-11. 30. september 2015 08:00