„Skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum“ á forsíðu erlends ferðatímarits Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2015 16:17 Örlygur Hnefill í fullum skrúða. Samsett/Arnar Ómarsson/Air Berlin „Manni fannst maður svolítið vera kominn í annan heim,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi á Húsavík en hann birtist á forsíðu nýjasta tímarits flugfélagsins Air Berlin fullklæddur í geimfarabúning hoppandi um Námaskarð. Örlygur Hnefill er mikill áhugamaður um geimferðir og starfrækir Könnunarsögusafnið á Húsavík sem er tileinkað sögu land- og geimkönnunar. Aðalrými safnsins er helgað geimferðum en Örlygur Hnefill segir að Air Berlin hafi aðallega verið að fjalla um ferð sem hann mun standa fyrir næsta sumar. „Ég hef verið skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum í mörg ár. Það hefur opnað alveg ótrúlega margar dyr fyrir mig,“ segir Örlygur en hann hefur fengið vísindamenn frá NASA og geimfara í heimsókn til sín. Síðastliðið sumar kom til að mynda Jim Reeves, yfirmaður Marsbílarannsókna NASA og brölluðu hann og Örlygur ýmislegt saman. Á næsta ári mun vísindamaður frá NASA koma til landsins og kenna ferðamönnum um jarðsögu pláneta sólkerfisins. „Við gerðum það að gamni okkar að taka jarðsýnisprufu í Námaskarði og hann ætlar að bera það saman við jarðvegssýni af Mars sem Curiosity hefur safnað saman. Hann er á því að það ætti að senda þá geimfara sem fara til Mars til æfinga hingað á Íslandi.“Forsíðan í heild sinni.Air BerlinAllir vildu fá mynd af sér með geimfaranum Myndatakan fór fram í Námaskarði sem er fjölsóttur ferðamannastaður. Á myndinni má sjá að Örlygur lítur út fyrir að vera einn í sínum eigin heimi en í raun og veru hafi verið fjölmargir ferðamenn á staðnum, það hafi þó ekki verið mikið mál að fá þá til þess að færa sig. „Ferðamennirnir vildu allir standa við hliðina á ljósmyndaranum til þess að taka myndir af mér og svo vildu margir fá mynd af sér og mér í geimfarabúningnum.“ Örlygur segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að ganga um Námaskarðið í geimfarabúning en eitt hafi þó haldið honum niðri á jörðini. „Manni fannst maður vera kominn í annan heim, ég get alveg viðurkennt það. Þyngdaraflið togaði reyndar alveg jafn mikið í mig og venjulega, meira ef eitthvað er þar sem búningurinn er frekar þungur.“En hvernig vitum við að þetta sért þú á myndinni?„Þetta er ég. Það er reyndar engin leið til þess að sannreyna það en þetta er ég.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
„Manni fannst maður svolítið vera kominn í annan heim,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi á Húsavík en hann birtist á forsíðu nýjasta tímarits flugfélagsins Air Berlin fullklæddur í geimfarabúning hoppandi um Námaskarð. Örlygur Hnefill er mikill áhugamaður um geimferðir og starfrækir Könnunarsögusafnið á Húsavík sem er tileinkað sögu land- og geimkönnunar. Aðalrými safnsins er helgað geimferðum en Örlygur Hnefill segir að Air Berlin hafi aðallega verið að fjalla um ferð sem hann mun standa fyrir næsta sumar. „Ég hef verið skrýtni gaurinn með tunglið á heilanum í mörg ár. Það hefur opnað alveg ótrúlega margar dyr fyrir mig,“ segir Örlygur en hann hefur fengið vísindamenn frá NASA og geimfara í heimsókn til sín. Síðastliðið sumar kom til að mynda Jim Reeves, yfirmaður Marsbílarannsókna NASA og brölluðu hann og Örlygur ýmislegt saman. Á næsta ári mun vísindamaður frá NASA koma til landsins og kenna ferðamönnum um jarðsögu pláneta sólkerfisins. „Við gerðum það að gamni okkar að taka jarðsýnisprufu í Námaskarði og hann ætlar að bera það saman við jarðvegssýni af Mars sem Curiosity hefur safnað saman. Hann er á því að það ætti að senda þá geimfara sem fara til Mars til æfinga hingað á Íslandi.“Forsíðan í heild sinni.Air BerlinAllir vildu fá mynd af sér með geimfaranum Myndatakan fór fram í Námaskarði sem er fjölsóttur ferðamannastaður. Á myndinni má sjá að Örlygur lítur út fyrir að vera einn í sínum eigin heimi en í raun og veru hafi verið fjölmargir ferðamenn á staðnum, það hafi þó ekki verið mikið mál að fá þá til þess að færa sig. „Ferðamennirnir vildu allir standa við hliðina á ljósmyndaranum til þess að taka myndir af mér og svo vildu margir fá mynd af sér og mér í geimfarabúningnum.“ Örlygur segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að ganga um Námaskarðið í geimfarabúning en eitt hafi þó haldið honum niðri á jörðini. „Manni fannst maður vera kominn í annan heim, ég get alveg viðurkennt það. Þyngdaraflið togaði reyndar alveg jafn mikið í mig og venjulega, meira ef eitthvað er þar sem búningurinn er frekar þungur.“En hvernig vitum við að þetta sért þú á myndinni?„Þetta er ég. Það er reyndar engin leið til þess að sannreyna það en þetta er ég.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35 Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Síðasti tunglfarinn og aðrir sem voru hér við æfingar fyrir sléttri hálfri öld hafa verið teknir tali fyrir nýja heimildarmynd sem vonir standa til að frumsýna í vetur. 17. júlí 2015 11:35
Húsvíkingar leita að hressum geimfara Örlygur Hnefill Örlygsson opnar The Exploration Museum á Húsavík. Um er að ræða safn um sögu land- og geimkönnunar. Örlygur leitar að geimfara í sumarstarf. 21. maí 2014 09:30