Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2015 20:07 Hér sést vel hve mikið hefur farið undan undirstöðunum. Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. Bændur telja að sveitin verði lengi að jafna sig eftir hlaupið og að sandfok komi til með að aukast á svæðinu að því loknu. Töluverðar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Tekist hefur að halda þjóðvegi 1 opnum þrátt fyrir að vatn hafi víða flætt beggja vegna við hann síðan í gær. Gröfur hafa verið notaðar til þess að reisa varnargarða í von um að beina flóðvatninu frá hringveginum. Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Beljandi fljót hefur dunið á brúm. Áin hefur flætt yfir brúargólfið og grafið undan stöplum. Þá var brúnni yfir Eldvatn við Ása lokað um þrjúleytið í dag. Grafið hefur mikið undan eystri stólpa brúarinnar og var hætta tekin að myndast. Brúin er bæði lokuð akandi og gangandi vegfarendum og verður hún að öllum líkindum lokuð næstu daga. Á meðan er hægt að aka Hrífunesveginn. Bændur á svæðinu hafa fylgst vel með því hvernig flóðið hefur leikið brýrnar. Tún eru víða illa farin og á nokkrum þeirra hafa myndast hálfgerð stöðuvötn. „Þetta land verður lengi að jafna sig náttúrulega. Svo er endalaust fok úr þessu líka,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. Mikill leir berst með flóðinu og eiga bændur von á að þurfa að glíma við afleiðingarnar næstu árin. „Það er búið að vera alltaf síðan að þetta fór að byrja að koma þetta helvítis sandfok. Þetta er alveg drepandi,“ segir Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. Bændur telja að sveitin verði lengi að jafna sig eftir hlaupið og að sandfok komi til með að aukast á svæðinu að því loknu. Töluverðar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Tekist hefur að halda þjóðvegi 1 opnum þrátt fyrir að vatn hafi víða flætt beggja vegna við hann síðan í gær. Gröfur hafa verið notaðar til þess að reisa varnargarða í von um að beina flóðvatninu frá hringveginum. Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Beljandi fljót hefur dunið á brúm. Áin hefur flætt yfir brúargólfið og grafið undan stöplum. Þá var brúnni yfir Eldvatn við Ása lokað um þrjúleytið í dag. Grafið hefur mikið undan eystri stólpa brúarinnar og var hætta tekin að myndast. Brúin er bæði lokuð akandi og gangandi vegfarendum og verður hún að öllum líkindum lokuð næstu daga. Á meðan er hægt að aka Hrífunesveginn. Bændur á svæðinu hafa fylgst vel með því hvernig flóðið hefur leikið brýrnar. Tún eru víða illa farin og á nokkrum þeirra hafa myndast hálfgerð stöðuvötn. „Þetta land verður lengi að jafna sig náttúrulega. Svo er endalaust fok úr þessu líka,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. Mikill leir berst með flóðinu og eiga bændur von á að þurfa að glíma við afleiðingarnar næstu árin. „Það er búið að vera alltaf síðan að þetta fór að byrja að koma þetta helvítis sandfok. Þetta er alveg drepandi,“ segir Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00
Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09