Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Akureyri 21-30 | Akureyri rúllaði yfir Víkinga Stefán Árni Pálsson í Víkinni skrifar 4. október 2015 18:15 Úr leik liðanna í dag. vísir/Vilhelm Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“ Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Akureyringar unnu auðveldan sigur á Víkingum 30-21 í Olís-deild karla í Víkinni í dag. Sigur gestanna var í raun aldrei í hættu og var liðið mikið mun betra. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa eins til tveggja marka forskot. Þetta greinilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en leikmenn liðanna fögnuðu gríðarlega við hvert mark. Markverðir beggja liða voru góðir í hálfleiknum og skoruðu því bæði lið þó nokkur mörk úr hröðum upphlaupum. Gestirnir frá Akureyri voru örlítið ákveðnari og sýndu meiri baráttu í fyrri hálfleiknum, sem skilaði þeim eins marks forskot í hálfleik, 14-13. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn ótrúlega vel og skoraði liðið fimm mörk í röð strax á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 19-13. Þá loksins vöknuðu leikmenn Víkings og fóru að reyna spila einhverja almennilega vörn. Akureyringar voru bara með fastar áætlunarferðir í gegnum vörn Víkinga. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk fljótlega og var staðan orðin 21-18. Lengra komust þeir ekki og Akureyringar keyrðu hreinlega fyrir heimamenn sem voru alveg týndir í dag. Víkingar gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og voru skot þeirra skelfileg. Leiknum lauk með öruggum sigri Akureyrar 30-21 og Víkingar þurfa alvarlega að skoða sín mál. Þeir létu störf dómarana fara allt of mikið í skapið á sér og það bitnaði greinilega á þeirra leik. Bergvin Þór Gíslason gerði sjö mörk fyrir Akureyringa. Sverre: Höfum bætt okkur mikið„Þetta var svakalega mikilvægur sigur,“ segir Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Við áttum í smá vandræðum í fyrri hálfleiknum og fórum vel í gegnum það í hálfleiknum. Því vissum við nákvæmlega hvað þurfti að laga.“ Sverre segist vera gríðarlega stoltur af sínu liði og sérstaklega hvað leikmennirnir hafa lagt á sig síðustu dag. Þetta var annar sigurleikurinn í röð hjá norðanmönnum. „Við gerðum strax fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks og það létti mjög mikið af spennunni hjá leikmönnum liðsins. Svo sigldum við þessu bara heim rólega.“ Hann segir að liðið hafi bætt sig mikið að undanförnu en það sé ennþá töluvert í land og menn þurfi að halda áfram að bæta sinn leik. Ágúst: Við þurfum miklu betri frammistöðu frá öllum„Við þurfum betri frammistöðu en þetta til þess að ná í punkta í þessari deild,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við lendum mikið einum færri í þessum leik og fáum á okkur klaufalega útafrekstra í leiknum. Það er rosalega dýrt á móti svona liði eins og Akureyri. Svo erum við bara að klikka á dauðafærum. Ég held að við höfum misnotað ellefu dauðafæri í síðari hálfleiknum, sem er auðvitað hrikalega dýrt.“ Ágúst var oft á tíðum mjög svekktur með dómarapar leiksins í dag, þá Arnar og Svavar. „Við vorum mjög slakir og það er kannski lítið hægt að tala um þeirra þátt, þetta var bara í þeirra anda.“
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn