Alltaf verið í leiðtogahlutverki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2015 06:30 Helena Sverrisdóttir er spilandi þjálfari Hauka. vísir/anton „Ég hafði á tilfinningunni allan tímann að við vorum með þetta,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta, við Fréttablaðið um sigurinn á Keflavík, 70-47, í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fram fór í Iðu á Selfossi um helgina. Þetta er fyrsti titilinn sem Helena vinnur eftir að hún kom heim úr átta ára háskóladvöl og atvinnumennsku og margir telja að hann verði ekki sá síðasti. Helena var best á vellinum eins og svo oft áður með 22 stig og 10 fráköst. „Við spiluðum jafnt og þétt yfir allan leikinn en mér finnst við eiga meira inni. Það er líka eins gott enda er bara október. Við erum með stóran og flottan hóp og það er mikil samkeppni á æfingum. Við erum á réttri leið. Við höfum ekki enn átt einhvern stjörnuleik þar sem við spilum 40 mínútum af góðum körfubolta,“ segir Helena sem bendir á að liðið sé tiltölulega nýtt að vissu leyti. „Ég vissi alltaf að það tæki okkur tím að spila okkur saman. Við erum að spila nýjan sóknarleik sem tekur tím að læra en við erum alltaf að bæta okkur með hverjum leiknum. Við fórum til Danmerkur á dögunum sem ég tel að gaf okkur mikið. Við erum eins og nýtt lið þó við þekkjumst allar frá því í gamla daga,“ segir Helena sem hefur áður þjálfað sumar af stelpunum í liðinu. „Ég þjálfaði þær þegar þær voru bara lillur. Ég var orðin aðstoðarþjálfari í yngri flokkum þegar ég var tólf ára og var að þjálfa þar til ég fór út. Þó Auður Rafns sé bara fjórum árum yngri en ég þjálfaði ég hana áður,“ segir Helena.Allt gott nema veðrið Þessi besta körfuboltakona þjóðarinnar sinnir nú nýju hlutverki, en samhliða því að spila er hún í þriggja manna þjálfarateymi liðsins. Það hefur ekki áhrif á spilamennsku hennar, segir Helena. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Í leikjunum stjórna Andri og Ingvar meira en ég sé kannski hluti inn á vellinum sem er erfiðara að sjá frá hliðarlínunni. En svo hef ég mjög gaman að því að skipuleggja æfingar. Ég hef líka alltaf verið í leiðtogahlutverki og talað mikið. Þetta mun bara hafa góð áhrif á mig,“ segir Helena sem fagnar því að mestu leyti að vera komin heim aftur. „Það er alveg æðislegt að vera heima. Ég finn fyrir því mest núna því síðustu tvær vikur hefðu vanalega verið fyrstu vikurnar úti. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábær en ég venst því alveg eins og áður en ég fór. Ég er bara alveg ótrúlega sátt,“ segir Helena Sverrisdóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
„Ég hafði á tilfinningunni allan tímann að við vorum með þetta,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta, við Fréttablaðið um sigurinn á Keflavík, 70-47, í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fram fór í Iðu á Selfossi um helgina. Þetta er fyrsti titilinn sem Helena vinnur eftir að hún kom heim úr átta ára háskóladvöl og atvinnumennsku og margir telja að hann verði ekki sá síðasti. Helena var best á vellinum eins og svo oft áður með 22 stig og 10 fráköst. „Við spiluðum jafnt og þétt yfir allan leikinn en mér finnst við eiga meira inni. Það er líka eins gott enda er bara október. Við erum með stóran og flottan hóp og það er mikil samkeppni á æfingum. Við erum á réttri leið. Við höfum ekki enn átt einhvern stjörnuleik þar sem við spilum 40 mínútum af góðum körfubolta,“ segir Helena sem bendir á að liðið sé tiltölulega nýtt að vissu leyti. „Ég vissi alltaf að það tæki okkur tím að spila okkur saman. Við erum að spila nýjan sóknarleik sem tekur tím að læra en við erum alltaf að bæta okkur með hverjum leiknum. Við fórum til Danmerkur á dögunum sem ég tel að gaf okkur mikið. Við erum eins og nýtt lið þó við þekkjumst allar frá því í gamla daga,“ segir Helena sem hefur áður þjálfað sumar af stelpunum í liðinu. „Ég þjálfaði þær þegar þær voru bara lillur. Ég var orðin aðstoðarþjálfari í yngri flokkum þegar ég var tólf ára og var að þjálfa þar til ég fór út. Þó Auður Rafns sé bara fjórum árum yngri en ég þjálfaði ég hana áður,“ segir Helena.Allt gott nema veðrið Þessi besta körfuboltakona þjóðarinnar sinnir nú nýju hlutverki, en samhliða því að spila er hún í þriggja manna þjálfarateymi liðsins. Það hefur ekki áhrif á spilamennsku hennar, segir Helena. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Í leikjunum stjórna Andri og Ingvar meira en ég sé kannski hluti inn á vellinum sem er erfiðara að sjá frá hliðarlínunni. En svo hef ég mjög gaman að því að skipuleggja æfingar. Ég hef líka alltaf verið í leiðtogahlutverki og talað mikið. Þetta mun bara hafa góð áhrif á mig,“ segir Helena sem fagnar því að mestu leyti að vera komin heim aftur. „Það er alveg æðislegt að vera heima. Ég finn fyrir því mest núna því síðustu tvær vikur hefðu vanalega verið fyrstu vikurnar úti. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábær en ég venst því alveg eins og áður en ég fór. Ég er bara alveg ótrúlega sátt,“ segir Helena Sverrisdóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti