Subaru slær við öllum bílaframleiðendum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 15:01 Subaru Outback. Enginn bílaframleiðandi í heiminum hefur náð viðlíka söluaukningu í Bandaríkjunum og Subaru á síðustu árum. Sala Subaru bíla hefur aukist þar í meira en 60 mánuði í röð borið saman við sama mánuð árið áður. Sala Subaru var til dæmis 28% meiri í nýliðnum september en í sama mánuði í fyrra og seldust 53.070 bílar. Sú sala er þó ekki í líkingu við 162.595 bíla sölu Toyota né 119.046 bíla sölu Honda í sama mánuði, en Subaru heldur þó stöðugt áfram að draga á hina japönsku framleiðendurna. Í mjög langan tíma hefur Subaru verið með miklu meiri vöxt í sölu en hin japönsku merkin. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum, en í ár stefnir í hátt í 600.000 bíla sölu og því fer nærri að fyrirtækið tvöfaldi sölu sína þar á aðeins 3 árum. Það hefur enginn annar bílframleiðandi leikið eftir. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent
Enginn bílaframleiðandi í heiminum hefur náð viðlíka söluaukningu í Bandaríkjunum og Subaru á síðustu árum. Sala Subaru bíla hefur aukist þar í meira en 60 mánuði í röð borið saman við sama mánuð árið áður. Sala Subaru var til dæmis 28% meiri í nýliðnum september en í sama mánuði í fyrra og seldust 53.070 bílar. Sú sala er þó ekki í líkingu við 162.595 bíla sölu Toyota né 119.046 bíla sölu Honda í sama mánuði, en Subaru heldur þó stöðugt áfram að draga á hina japönsku framleiðendurna. Í mjög langan tíma hefur Subaru verið með miklu meiri vöxt í sölu en hin japönsku merkin. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum, en í ár stefnir í hátt í 600.000 bíla sölu og því fer nærri að fyrirtækið tvöfaldi sölu sína þar á aðeins 3 árum. Það hefur enginn annar bílframleiðandi leikið eftir.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent