Spennandi helgarferðir til Berlínar 7. október 2015 14:30 Í Berlín er alltaf mikið líf og fjör, hvort sem það er á sviði menningar, lista, skemmtanalífs eða verslunar. KYNNING: Í nóvember og desember býður Úrval Útsýn upp á spennandi helgarferðir til Berlínar þar sem landsmönnum gefst kostur á að kynna sér flest það besta sem borgin hefur upp á að bjóða. Júlía Björnsdóttir er fararstjóri en hún er búsett í Berlín og þekkir borgina betur en flestir Íslendingar. Hún segir fjölmarga spennandi viðkomustaði að finna víða um Berlín, hvort sem það er í gamla miðborgarhlutanum sem er helsta aðdráttarafl borgarinnar eða á öðrum hlutum hennar. „Í Berlín er hægt að finna allt milli himins og jarðar enda er frjálslyndið og fjölbreytnin það sem einkennir Berlín helst frá öðrum borgum í Evrópu. Þar er alltaf mikið líf og fjör, hvort sem það er á sviði menningar, lista, skemmtanalífs eða verslunar.“ Flogið er með AirBerlin á frábærum tíma; vélin fer í loftið frá Íslandi á fimmtudegi kl. 12.35 og flogið er til baka á svipuðum tíma á sunnudegi.Brandenborgar-hliðið.Frábær söfn Meðal skemmtilegra hluta sem má gera í Berlín að sögn Júlíu er Trabant safarí en þar er hægt að að upplifa ekta austur þýska stemmnningu í bíltúr um borgina á Trabant bílum. „DDR safnið er líka mjög skemmtilegt safn við safnaeyjuna en þar standa fimm stór og fræg söfn á sama blettinum. Safnið er fyrir alla aldurshópa þar sem hversdagsleikinn í Austur Berlín er settur fram á lifandi og fróðlegan hátt.“ Um alla borg má einnig finna aðlaðandi almenningsgarða og haustlitirnir í borginni eru ævintýralega fallegir að sögn Júlíu. Þannig eru göngu- eða hlaupatúrar meðfram ánni Spree engu líkir á fallegum haustdögum. Hægt að að upplifa ekta austur þýska stemmnningu í bíltúr um borgina á Trabant bílum.Stuð í klúbbunum„Síðan er Berlín ekki síst þekkt fyrir risastóru teknóklúbbana sem leynast víða um borgina. Berghain klúbburinn, sem er í gömlu austur Berlín, er einn þekktasti klúbbur heims en Berlín er sannarlega höfuðborg klúbbanna.“ Þýskur matur hefur að sjálfsögðu sín sérkenni og segir Júlía að alls ekki megi yfirgefa Berlín án þess að smakka „currywurst“ og kebab en í borginni megi finna bestu kebabstaði heims. Frá 23. nóvember breytist Berlín í sannkallaða jólaborg þegar rómantískir jólamarkaðir opna um alla borg. „Fallegustu jólamarkaðirnir að mínu mati eru við Schloß Charlottenburg og Gendarmenmarkt þar sem fallegt þýskt handverk er til sýnis og sölu. Jólamarkaðirnir snúast þó fyrst og fremst um njóta aðventustemmningarinnar, borða grillaðar kastaníuhnetur, schnitzel og pulsur og drekka Glühwein og þýskt öl.“Sagan er á hverju götuhorni í Berlín.Fjölbreyttar skoðunarferðir Meðal fjölmargra skoðunarferða sem Úrval Útsýn býður upp á má nefna rútuferð um borgina. Ekið verður um Berlín og farþegar kynnast helstu áhugaverðum stöðum, byggingum og kennileitum auk þess sem sagan er rifjuð upp og borin saman við lífið í borginni dag. „Einnig bjóðum við upp á vinsælar göngur um gömlu Austur-Berlín fyrir þá sem vilja komast í nánari tengsl við borgina og söguna. Farið verður meðal annars á staði sem ekki er hægt að skoða vel úr rútum.“ Úrval Útsýn skipuleggur einnig skemmtilega óperuferð til Berlínar en þar má finna þrjú óperuhús. „Við munum sjá tvær óperur í ferðinni, annars vegar Hollendinginn fljúgandi eftir Wagner með Michael Volle í aðalhlutverki og hinsvegar splúnkunýja og spennandi uppsetningu á Brúðkaupi Figarós eftir Mozart. Þar er alheimsstjarnan og hjartaknúsarinn Ildebrando d’Arcangelo í aðalhlutverkum og hin óviðjafnanlega sópransöngkona Dorothea Röschmann.“ Helgarferðirnar verða í boði frá 5. nóvember til 17. desember. Verð á mann er 79.900 kr. og eru skattar, hótelgisting í 3 nætur, íslensk fararstjórn og ein taska innifalin í verðinu. Allar nánari upplýsingar um haustferðir til Berlín má finna á vef Úrvals Útsýnar. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
KYNNING: Í nóvember og desember býður Úrval Útsýn upp á spennandi helgarferðir til Berlínar þar sem landsmönnum gefst kostur á að kynna sér flest það besta sem borgin hefur upp á að bjóða. Júlía Björnsdóttir er fararstjóri en hún er búsett í Berlín og þekkir borgina betur en flestir Íslendingar. Hún segir fjölmarga spennandi viðkomustaði að finna víða um Berlín, hvort sem það er í gamla miðborgarhlutanum sem er helsta aðdráttarafl borgarinnar eða á öðrum hlutum hennar. „Í Berlín er hægt að finna allt milli himins og jarðar enda er frjálslyndið og fjölbreytnin það sem einkennir Berlín helst frá öðrum borgum í Evrópu. Þar er alltaf mikið líf og fjör, hvort sem það er á sviði menningar, lista, skemmtanalífs eða verslunar.“ Flogið er með AirBerlin á frábærum tíma; vélin fer í loftið frá Íslandi á fimmtudegi kl. 12.35 og flogið er til baka á svipuðum tíma á sunnudegi.Brandenborgar-hliðið.Frábær söfn Meðal skemmtilegra hluta sem má gera í Berlín að sögn Júlíu er Trabant safarí en þar er hægt að að upplifa ekta austur þýska stemmnningu í bíltúr um borgina á Trabant bílum. „DDR safnið er líka mjög skemmtilegt safn við safnaeyjuna en þar standa fimm stór og fræg söfn á sama blettinum. Safnið er fyrir alla aldurshópa þar sem hversdagsleikinn í Austur Berlín er settur fram á lifandi og fróðlegan hátt.“ Um alla borg má einnig finna aðlaðandi almenningsgarða og haustlitirnir í borginni eru ævintýralega fallegir að sögn Júlíu. Þannig eru göngu- eða hlaupatúrar meðfram ánni Spree engu líkir á fallegum haustdögum. Hægt að að upplifa ekta austur þýska stemmnningu í bíltúr um borgina á Trabant bílum.Stuð í klúbbunum„Síðan er Berlín ekki síst þekkt fyrir risastóru teknóklúbbana sem leynast víða um borgina. Berghain klúbburinn, sem er í gömlu austur Berlín, er einn þekktasti klúbbur heims en Berlín er sannarlega höfuðborg klúbbanna.“ Þýskur matur hefur að sjálfsögðu sín sérkenni og segir Júlía að alls ekki megi yfirgefa Berlín án þess að smakka „currywurst“ og kebab en í borginni megi finna bestu kebabstaði heims. Frá 23. nóvember breytist Berlín í sannkallaða jólaborg þegar rómantískir jólamarkaðir opna um alla borg. „Fallegustu jólamarkaðirnir að mínu mati eru við Schloß Charlottenburg og Gendarmenmarkt þar sem fallegt þýskt handverk er til sýnis og sölu. Jólamarkaðirnir snúast þó fyrst og fremst um njóta aðventustemmningarinnar, borða grillaðar kastaníuhnetur, schnitzel og pulsur og drekka Glühwein og þýskt öl.“Sagan er á hverju götuhorni í Berlín.Fjölbreyttar skoðunarferðir Meðal fjölmargra skoðunarferða sem Úrval Útsýn býður upp á má nefna rútuferð um borgina. Ekið verður um Berlín og farþegar kynnast helstu áhugaverðum stöðum, byggingum og kennileitum auk þess sem sagan er rifjuð upp og borin saman við lífið í borginni dag. „Einnig bjóðum við upp á vinsælar göngur um gömlu Austur-Berlín fyrir þá sem vilja komast í nánari tengsl við borgina og söguna. Farið verður meðal annars á staði sem ekki er hægt að skoða vel úr rútum.“ Úrval Útsýn skipuleggur einnig skemmtilega óperuferð til Berlínar en þar má finna þrjú óperuhús. „Við munum sjá tvær óperur í ferðinni, annars vegar Hollendinginn fljúgandi eftir Wagner með Michael Volle í aðalhlutverki og hinsvegar splúnkunýja og spennandi uppsetningu á Brúðkaupi Figarós eftir Mozart. Þar er alheimsstjarnan og hjartaknúsarinn Ildebrando d’Arcangelo í aðalhlutverkum og hin óviðjafnanlega sópransöngkona Dorothea Röschmann.“ Helgarferðirnar verða í boði frá 5. nóvember til 17. desember. Verð á mann er 79.900 kr. og eru skattar, hótelgisting í 3 nætur, íslensk fararstjórn og ein taska innifalin í verðinu. Allar nánari upplýsingar um haustferðir til Berlín má finna á vef Úrvals Útsýnar.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira