Markmiðið að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. október 2015 09:30 Bjarni Lárus Hall bregður sér í skemmtilegt dulargervi í þáttunum 3rd Degree en þar minnir hann helst á einkaspæjara, sem reynir að leysa hinar ýmsu ráðgátur tengdar listamönnunum. Vísir/Pjetur Þessi vettvangur er aðallega hugsaður til þess að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum,“ segir Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who? Hann, ásamt þeim Jóni Atla Guðjónssyni og Skúla Helga Sigurgíslasyni, stendur á bak við nýjan vettvang sem ber nafnið Music Reach og hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist. Music Reach er í formi sjónvarpsstöðvar sem er aðallega hugsuð fyrir útlendinga sem vilja fræðast um og uppgötva íslenska tónlist. Hagsmunir íslenskra tónlistarmanna eru þó hafðir að leiðarljósi þar sem tekjur stöðvarinnar skiptast að megninu til niður á listamennina. „Stöðin er bæði á OZ-inu og á netinu og er áskriftarstöð og tekjur stöðvarinnar skiptast að mestu leyti milli listamannanna,“ segir Baddi. Hann segir stöðina ekki vera með neina sérstaka fyrirmynd. „Við erum í rauninni ekki með neina sérstaka fyrirmynd en við viljum fanga íslensku tónlistarsenuna. Spáðu í því ef það hefði verið til svona vettvangur í leit eitís í Seattle þegar grunge-tónlistin var að koma upp, til að fanga tónlistarsenuna. Þess vegna viljum við fanga íslensku senuna sem er svo áhugaverð.“ Spurður út í hvort það sé ekki kostnaðarsamt að fara út í það að opna slíka stöð segir Baddi helsta kostnaðinn vera vinnuna á bak við hana. „Jú og nei, jú af því að við höfum lagt mikla vinnu í að taka upp tónleika á sem bestan hátt, lagt mikla vinnu og tækjabúnað í þetta, og nei af því að á OZ-platforminu getur hver sem er búið til sína eigin stöð vopnaður einum iPhone ef honum sýnist, það kostar ekkert að opna stöðina.“ Á stöðinni eru Baddi og félagar með þátt sem nefnist 3rd Degree, þar sem íslenskir listamenn eru spurðir spjörunum úr. Þátturinn er unninn í samstarfi við Icelandair. „Þetta er svona „ask me anything“ þáttur og draumurinn er að hafa þáttinn í beinni útsendingu en það verður þó ekki fyrr en í seríu tvö,“ segir Baddi, sem er jafnframt umsjónarmaður þáttarins. Áhorfendur geta þar spurt listamennina að því sem þeir vilja vita. „Við látum fólk senda inn spurningar sem ég les svo fyrir listamanninn.“ Nú þegar hafa tveir íslenskir listamenn komið fram í þættinum, þau Salka Sól Eyfeld úr hljómsveitinni AmabAdamA og Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu. „Þátturinn með Sölku er eini þátturinn sem er alveg tilbúinn en þátturinn með Hauki er að verða tilbúinn. Næstir á dagskrá hjá okkur eru Pink Street Boys.“ Fyrir utan stanslausa tónlist og 3rd Degree verða á stöðinni plötukynningar. „Við ætlum að fá íslenska tónlistarmenn til þess að fjalla um sínar uppáhaldsplötur.“ Gert er ráð fyrir að Music Reach verði komin á fullt í kringum Iceland Airwaves-hátíðina í byrjun nóvember. „Það eru spennandi hlutir fram undan í samstarfi með Iceland Airwaves sem koma enn frekar í ljós á næstu dögum,“ segir Baddi. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Þessi vettvangur er aðallega hugsaður til þess að kynna íslenska tónlist fyrir útlendingum,“ segir Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who? Hann, ásamt þeim Jóni Atla Guðjónssyni og Skúla Helga Sigurgíslasyni, stendur á bak við nýjan vettvang sem ber nafnið Music Reach og hefur það að markmiði að kynna íslenska tónlist. Music Reach er í formi sjónvarpsstöðvar sem er aðallega hugsuð fyrir útlendinga sem vilja fræðast um og uppgötva íslenska tónlist. Hagsmunir íslenskra tónlistarmanna eru þó hafðir að leiðarljósi þar sem tekjur stöðvarinnar skiptast að megninu til niður á listamennina. „Stöðin er bæði á OZ-inu og á netinu og er áskriftarstöð og tekjur stöðvarinnar skiptast að mestu leyti milli listamannanna,“ segir Baddi. Hann segir stöðina ekki vera með neina sérstaka fyrirmynd. „Við erum í rauninni ekki með neina sérstaka fyrirmynd en við viljum fanga íslensku tónlistarsenuna. Spáðu í því ef það hefði verið til svona vettvangur í leit eitís í Seattle þegar grunge-tónlistin var að koma upp, til að fanga tónlistarsenuna. Þess vegna viljum við fanga íslensku senuna sem er svo áhugaverð.“ Spurður út í hvort það sé ekki kostnaðarsamt að fara út í það að opna slíka stöð segir Baddi helsta kostnaðinn vera vinnuna á bak við hana. „Jú og nei, jú af því að við höfum lagt mikla vinnu í að taka upp tónleika á sem bestan hátt, lagt mikla vinnu og tækjabúnað í þetta, og nei af því að á OZ-platforminu getur hver sem er búið til sína eigin stöð vopnaður einum iPhone ef honum sýnist, það kostar ekkert að opna stöðina.“ Á stöðinni eru Baddi og félagar með þátt sem nefnist 3rd Degree, þar sem íslenskir listamenn eru spurðir spjörunum úr. Þátturinn er unninn í samstarfi við Icelandair. „Þetta er svona „ask me anything“ þáttur og draumurinn er að hafa þáttinn í beinni útsendingu en það verður þó ekki fyrr en í seríu tvö,“ segir Baddi, sem er jafnframt umsjónarmaður þáttarins. Áhorfendur geta þar spurt listamennina að því sem þeir vilja vita. „Við látum fólk senda inn spurningar sem ég les svo fyrir listamanninn.“ Nú þegar hafa tveir íslenskir listamenn komið fram í þættinum, þau Salka Sól Eyfeld úr hljómsveitinni AmabAdamA og Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu. „Þátturinn með Sölku er eini þátturinn sem er alveg tilbúinn en þátturinn með Hauki er að verða tilbúinn. Næstir á dagskrá hjá okkur eru Pink Street Boys.“ Fyrir utan stanslausa tónlist og 3rd Degree verða á stöðinni plötukynningar. „Við ætlum að fá íslenska tónlistarmenn til þess að fjalla um sínar uppáhaldsplötur.“ Gert er ráð fyrir að Music Reach verði komin á fullt í kringum Iceland Airwaves-hátíðina í byrjun nóvember. „Það eru spennandi hlutir fram undan í samstarfi með Iceland Airwaves sem koma enn frekar í ljós á næstu dögum,“ segir Baddi.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira