Ekkert gengur hjá Colts í upphafi tímabilsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. september 2015 09:30 Andrew Luck er hér rifinn niður af varnarmanni New York Jets. Vísir/Getty Það er ekki sjón að sjá Indianapolis Colts í upphafi tímabilsins en liðið tapaði öðrum leik sínum í röð í 7-20 tapi gegn New York Jets í lokaleik 2. umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Colts fengu skell strax í fyrstu umferð 27-14 gegn Buffalo Bills en miklar væntingar voru gerðar til liðsins í ár eftir að hafa tapað í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Bætti liðið við sig reynsluboltunum Frank Gore og Andre Johnson til að aðstoða við sóknarleikinn í sumar en leikstjórnandi liðsins, Andrew Luck, hefur verið ólíkur sjálfum sér í upphafi tímabilsins. Jets komust yfir strax í fyrsta leikhluta en þeir fengu frábæra vallarstöðu eftir mistök í sóknarleik Colts. Sendi Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Jets, boltann á Eric Decker sem skoraði fyrsta snertimark leiksins. Heimamenn í Colts komust á blað í fjórða leikhluat þegar Donta Moncrief skoraði snertimark eftir sendingu frá Luck en stuttu síðar bættu Jets við öðru snertimarki frá Brandon Marshall eftir sendingu Fitzpatrick. Nick Folk bætti við tveimur vallarmörkum fyrir Jets sem tryggðu á endanum sigurinn. Er þetta annað árið í röð sem Colts tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en áhyggjuefnið hlýtur að vera frammistaða leikstjórnanda liðsins. Kastaði Luck boltanum í hendur andstæðingsins þrisvar í nótt og tapaði boltanum einu sinni þar að auki. Colts mæta Tennesee Titans á sunnudaginn næstkomandi en á sama tíma taka Jets á móti Philadelphia Eagles. NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30 Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30 Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Það er ekki sjón að sjá Indianapolis Colts í upphafi tímabilsins en liðið tapaði öðrum leik sínum í röð í 7-20 tapi gegn New York Jets í lokaleik 2. umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Colts fengu skell strax í fyrstu umferð 27-14 gegn Buffalo Bills en miklar væntingar voru gerðar til liðsins í ár eftir að hafa tapað í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Bætti liðið við sig reynsluboltunum Frank Gore og Andre Johnson til að aðstoða við sóknarleikinn í sumar en leikstjórnandi liðsins, Andrew Luck, hefur verið ólíkur sjálfum sér í upphafi tímabilsins. Jets komust yfir strax í fyrsta leikhluta en þeir fengu frábæra vallarstöðu eftir mistök í sóknarleik Colts. Sendi Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Jets, boltann á Eric Decker sem skoraði fyrsta snertimark leiksins. Heimamenn í Colts komust á blað í fjórða leikhluat þegar Donta Moncrief skoraði snertimark eftir sendingu frá Luck en stuttu síðar bættu Jets við öðru snertimarki frá Brandon Marshall eftir sendingu Fitzpatrick. Nick Folk bætti við tveimur vallarmörkum fyrir Jets sem tryggðu á endanum sigurinn. Er þetta annað árið í röð sem Colts tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en áhyggjuefnið hlýtur að vera frammistaða leikstjórnanda liðsins. Kastaði Luck boltanum í hendur andstæðingsins þrisvar í nótt og tapaði boltanum einu sinni þar að auki. Colts mæta Tennesee Titans á sunnudaginn næstkomandi en á sama tíma taka Jets á móti Philadelphia Eagles.
NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30 Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30 Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30
Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30
Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30