Atli horfði á Lewandowski jafna metið í beinni: Gaman að fá hann inn í klúbbinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 10:00 Robert Lewandowski og Atli Eðvaldsson (í leik með Fortuna Düsseldorf 1983) eru einu erlendu leikmennirnir sem hafa skorað fimm mörk í einum og sama leiknum í þýsku 1. deildinni. vísir/getty „Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson. Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
„Ég sá þetta í beinni útsendingu,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, við Vísi um mörkin fimm sem Robert Lewandowski skoraði á móti Wolfsburg í þýsku 1. deildinni í gær. Lewandowski kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fimm mörk á níu mínútna kafla. Bayern vann leikinn, 5-1. Með þessari frammistöðu jafnaði Lewandowski met Atla Eðvaldssonar yfir flest mörk skoruð af erlendum leikmanni í einum leik í þýsku 1. deildinni. Atli skoraði fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf gegn Frankfurt árið 1983 og flaug eftir leikinn rakleiðis til Íslands og skoraði sigurmark Íslands gegn Möltu í landsleik á Laugardalsvelli. Hann fékk því ekki að baða sig í sviðsljósinu eftir leik eins og Lewandowski, en Atli þurfti að hafna boði ZDF um að koma í myndver og fara yfir frammistöðuna. „Þegar var hann kominn með þrjú mörk hugsaði ég: „Djöfull, ætli hann nái þessu?“ Svo kom fjórða markið og þá var ég tilbúinn að taka hann inn í klúbbinn. Svo skoraði hann fimmta markið og komst í klúbbinn,“ segir Atli léttur.Atli var svo mikill markahrókur í Þýskalandi að skór voru nefndir eftir honum.vísir/gettyGet verið ánægður Lewandowski var hársbreidd frá því að skora sjötta markið og jafna met Dieter Müller frá 1977 yfir flest mörk skoruð í einum leik, en Ricardo Rodríguez bjargaði meistaralega á línu fyrir Wolfsburg. „Ég hélt í smá stund að hann ætlaði að skora eitt mark til viðbótar og yfirgefa fimm marka klúbbinn strax. En þá var bjargað á línu þannig við erum saman þarna. Við vorum náttúrlega báðir í Dortmund,“ segir Atli sem er ekkert svekktur með að deila nú metinu með Pólverjanum. „Þetta met er búið að standa í 32 ár þannig ég get alveg verið ánægður. Þetta er eitt af elstu metunum. Það var bara æðislegt að sjá hvernig hann gerði þetta. Hann kemur inn á í hálfleik og Wolfsburg var búið að vera betri aðilinn,“ segir Atli. Atli segir það enga tilviljun að hann hafi verið að horfa á leikinn þar sem hann fylgist enn vel með þýska boltanum. „Ég horfi nú yfirleitt á þýska boltann og finnst hann ívið skemmtilegri en sá enski þó ég sé mikill City-maður og hef verið síðan 1967. Þegar maður er búinn að spila í Þýskalandi og þekkir umhverfið eftir að spila þar og búa í 15 ár fylgist maður vel með þýska boltanum,“ segir Atli Eðvaldsson.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15 Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30 Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Lewandowski um fimmuna: Skoraði í hvert skipti sem ég sparkaði í boltann Pólski framherjinn jafnaði met Atla Eðvaldssonar í gærkvöldi þegar hann skoraði fimm mörk í einum saman leiknum í þýsku 1. deildinni. 23. september 2015 07:15
Guardiola um fimmuna: Ég hef aldrei upplifað annað eins á ævinni Þjálfari Bayern München var orðlaus eftir að Robert Lewandowski skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg í gærkvöldi. 23. september 2015 13:30
Lewandowski með fimm mörk á níu mínútum | Jafnaði met Atla Pólski framherjinn Robert Lewandowski afgreiddi Wolfsburg á ótrúlegum níu mínútna kafla í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bayern München vann leikinn 5-1 eftir ótrúlegan seinni hálfleik. 22. september 2015 19:49