Markvörður Víkings fékk ógeð á handbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 11:30 Einar Baldvin Baldvinsson er einn efnilegasti markvörður landsins. vísir/Stefán Nýliðar Víkings heimsækja topplið ÍR í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, en Víkingar unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð þegar þeir höfðu betur gegn Gróttu í nýliðaslagnum. Víkingum er spáð falli í deildinni, en þeir eru að spila í deild þeirra bestu í fyrsta skipti í sex ár. Í Víkingsliðinu er einn efnilegasti markvörður landsins, Einar Baldvin Baldvinsson, en hann varði mark U19 ára landsliðs Íslands ásamt Grétari Ara Guðjónssyni sem vann brons á HM í Rússlandi í sumar. „Við gætum verið með fleiri stig finnst mér en erum svo sem sáttir með þessi stig. Við hefðum getað náð stigum á móti Fram og spiluðum vel þar fannst mér þar í 50 mín og svo slökknaði alveg á okkur,“ segir Einar Baldvin um byrjun Víkingsliðsins í viðtali á fimmeinn.is. Hann viðurkennir að hafa misst metnað fyrir handboltanum í sumar vegna mikils álags en er allur að koma til. „Ég er nánast orðinn 100 prósent. Ég var samt kominn með ógeð og missti metnað vegna þess að ég fékk lítið frí í sumar frá boltanum af ýmsum ástæðum, en það er nánast farið. Það hafði mikil áhrif á hvernig ég undirbjó mig fyrir mig fyrir deildina,“ segir Einar Baldvin sem þakkar hinum markvörðum liðsins fyrir að hjálpa sér. „Það er gott að hafa leikmenn með mér eins og Magga [Magnús Gunnar Erlendsson] og Halldór [Rúnarsson] sem miðla miklu til mín. Ég væri líklega ekki á þessum stað sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir þá,“ segir Einar Baldvin Baldvinsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Komast Akureyringar á blað í kvöld? Fjórir leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld. Fyrir norðan fær Akureyri Hauka í heimsókn en norðanmenn eru án sigurs. 24. september 2015 10:30 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Nýliðar Víkings heimsækja topplið ÍR í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, en Víkingar unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð þegar þeir höfðu betur gegn Gróttu í nýliðaslagnum. Víkingum er spáð falli í deildinni, en þeir eru að spila í deild þeirra bestu í fyrsta skipti í sex ár. Í Víkingsliðinu er einn efnilegasti markvörður landsins, Einar Baldvin Baldvinsson, en hann varði mark U19 ára landsliðs Íslands ásamt Grétari Ara Guðjónssyni sem vann brons á HM í Rússlandi í sumar. „Við gætum verið með fleiri stig finnst mér en erum svo sem sáttir með þessi stig. Við hefðum getað náð stigum á móti Fram og spiluðum vel þar fannst mér þar í 50 mín og svo slökknaði alveg á okkur,“ segir Einar Baldvin um byrjun Víkingsliðsins í viðtali á fimmeinn.is. Hann viðurkennir að hafa misst metnað fyrir handboltanum í sumar vegna mikils álags en er allur að koma til. „Ég er nánast orðinn 100 prósent. Ég var samt kominn með ógeð og missti metnað vegna þess að ég fékk lítið frí í sumar frá boltanum af ýmsum ástæðum, en það er nánast farið. Það hafði mikil áhrif á hvernig ég undirbjó mig fyrir mig fyrir deildina,“ segir Einar Baldvin sem þakkar hinum markvörðum liðsins fyrir að hjálpa sér. „Það er gott að hafa leikmenn með mér eins og Magga [Magnús Gunnar Erlendsson] og Halldór [Rúnarsson] sem miðla miklu til mín. Ég væri líklega ekki á þessum stað sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir þá,“ segir Einar Baldvin Baldvinsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Komast Akureyringar á blað í kvöld? Fjórir leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld. Fyrir norðan fær Akureyri Hauka í heimsókn en norðanmenn eru án sigurs. 24. september 2015 10:30 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Komast Akureyringar á blað í kvöld? Fjórir leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld. Fyrir norðan fær Akureyri Hauka í heimsókn en norðanmenn eru án sigurs. 24. september 2015 10:30