Jordan Spieth fékk 1,7 milljón fyrir hverja holu á árinu 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 10:45 Jordan Spieth á fyrir salti í grautinn og rúmlega það. vísir/getty Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira