Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 31-25 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2015 20:45 Elías Már hleður hér í eina neglu. Vísir/Stefán Íslandsmeistarar Hauka komust á toppinn í Olís-deild karla í handbolta eftir sex marka sigur, 31-25, á Fram í kvöld. Fram spilaði fyrri hálfleikinn vel og hefði átt að vera með meira en tveggja marka forystu, 8-10, að honum loknum. Helsta ástæðan fyrir því að munurinn var ekki meiri var Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, sem varði 15 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þar af voru mörg opin færi, hraðaupphlaup og eitt víti. Kristófer Fannar Guðmundsson endaði fyrri hálfleikinn með 50% hlutfallsmarkvörslu en hann fór í gang undir lok hans. Hann fékk hins vegar aðeins 16 skot á sig í öllum hálfleiknum á meðan kollegi hans í marki Hauka fékk á sig 25 skot. Eins og þessar tölur gefa til kynna var vörn Fram mjög sterk en Haukar áttu í mestu vandræðum með að koma skotum á markið. Gestunum gekk betur í þeim efnum en vörn Hauka var ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og á 14. mínútu kom Elías Már Halldórsson þeim yfir, 6-5. Heimamenn skoruðu hins vegar aðeins tvö mörk á síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins og misstu smám saman tökin á leiknum. Ólafur Ægir Ólafsson skoraði tvö mörk í röð og kom Fram á bragðið. Gestirnir unnu síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins 5-2 þrátt fyrir að fara illa með góð færi enda var skotnýting þeirra í fyrri hálfleik aðeins 38%. Leikurinn snerist algjörlega á haus í upphafi seinni hálfleiks. Eins vel og gestirnir spiluðu í fyrri hálfleik voru þeir hörmulegir í þeim seinni og Haukar gengu á lagið. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 10-10. Fram komst aftur yfir með marki Arnars Snæs Magnússonar en þá komu níu Haukamörk í röð, þar af fjögur eftir hraðaupphlaup. Það stóð ekki steinn yfir steini í sóknarleik Fram en leikmenn liðsins gerðu sig seka um ótrúleg mistök sem Haukar refsuðu grimmilega fyrir. Gestirnir urðu reyndar fyrir áfalli eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik þegar Þorgrímur Smári Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasi Má en það skýrir ekki ráð- og stjórnleysið sem var ríkjandi í leik Fram. Eftir þennan ótrúlega 11-1 kafla Hauka var munurinn orðinn átta mörk, 19-11, og leik þar með lokið. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks en sigur Hauka var aldrei í hættu. Lokatölur 31-25, Íslandsmeisturunum í vil. Einar Pétur Pétursson var markahæstur í liði Hauka en hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá níu af 10 mörkum sínum. Elías Már og Janus Daði Smárason komu næstir með sjö mörk hvor. Þá var Giedrius magnaður í markinu með 24 bolta varða, eða 59% hlutfallsmarkvörslu. Ólafur Ægir Ólafsson stóð upp úr í liði Fram með fimm mörk en ljóst er að liðið getur ekki boðið stuðningsmönnum sínum upp þá frammistöðu sem það sýndi í seinni hálfleik.Gunnar: Ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri gegn Fram í kvöld. "Það var eitthvað slen yfir okkur í fyrri hálfleik og við vorum á hælunum, bæði varnar- og sóknarlega og fengum engin hraðaupphlaup," sagði Gunnar en Frammarar leiddu með tveimur mörkum, 8-10, eftir fyrri hálfleikinn og hefðu verið með mun meiri forystu ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Goggi hélt okkur á floti í fyrri hálfleiknum og það var í raun ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir hann. "En það kom allt annað lið inn í seinni hálfleikinn, við vorum beinskeyttari og fengum betri vörn og sókn og hraðaupphlaup, þannig að ég er virkilega ánægður með strákana í seinni hálfleiknum í dag. "Stundum er það þannig að þú nærð ekki að framkvæma hlutina nógu vel og við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. En við bættum úr því í þeim seinni og það gekk allt miklu betur þá." Sigurinn í dag skilar Haukum á topp Olís-deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjum sínum og þá eru Haukar komnir áfram í Evrópukeppninni. "Ég er ánægður með byrjunina," sagði Gunnar sem er á sínu fyrsta tímabili með Hauka. "Það er mikið álag á okkur og við eigum leik strax á fimmtudaginn. Við erum að spila einhverja níu leiki á 27 dögum. En byrjunin er fín en það er mikið eftir og við þurfum að halda einbeitingu," sagði Gunnar að endingu.Guðlaugur: Eiginlega orðlaus Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, var orða vant eftir skelfilega frammistöðu hans manna í seinni hálfleik gegn Haukum í kvöld. Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 8-10, en í þeim seinni stóð ekki steinn yfir steini í leik liðsins. Haukar hófu seinni hálfleikinn á 11-1 kafla og unnu að lokum sex marka sigur, 31-25. "Við komum nokkuð sáttir inn í hálfleikinn en ég er eiginlega orðlaus eftir seinni hálfleikinn," sagði Guðlaugur eftir að hafa messað yfir sínum mönnum inni í búningsklefa að leik loknum. "Ég get voða lítið sagt um hann, nema ég er ofboðslega ósáttur með frammistöðuna, hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og spiluðum úr okkar málum. Og líka hvernig við reyndum að svara þessu áhlaupi Hauka. Það var karaktersleysi sem einkenndi okkur í dag." Frammarar spiluðu fínan fyrri hálfleik og hefðu verið með betri stöðu eftir hann ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Markvarslan hjá Morkunas var frábær. Hann varði úr nokkrum dauðafærum og við hefðum með réttu átt að vera með meiri forystu í hálfleik. Við vorum ósáttir með það og ætluðum að bæta úr því en svo gerðist ekkert," sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka komust á toppinn í Olís-deild karla í handbolta eftir sex marka sigur, 31-25, á Fram í kvöld. Fram spilaði fyrri hálfleikinn vel og hefði átt að vera með meira en tveggja marka forystu, 8-10, að honum loknum. Helsta ástæðan fyrir því að munurinn var ekki meiri var Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, sem varði 15 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þar af voru mörg opin færi, hraðaupphlaup og eitt víti. Kristófer Fannar Guðmundsson endaði fyrri hálfleikinn með 50% hlutfallsmarkvörslu en hann fór í gang undir lok hans. Hann fékk hins vegar aðeins 16 skot á sig í öllum hálfleiknum á meðan kollegi hans í marki Hauka fékk á sig 25 skot. Eins og þessar tölur gefa til kynna var vörn Fram mjög sterk en Haukar áttu í mestu vandræðum með að koma skotum á markið. Gestunum gekk betur í þeim efnum en vörn Hauka var ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og á 14. mínútu kom Elías Már Halldórsson þeim yfir, 6-5. Heimamenn skoruðu hins vegar aðeins tvö mörk á síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins og misstu smám saman tökin á leiknum. Ólafur Ægir Ólafsson skoraði tvö mörk í röð og kom Fram á bragðið. Gestirnir unnu síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins 5-2 þrátt fyrir að fara illa með góð færi enda var skotnýting þeirra í fyrri hálfleik aðeins 38%. Leikurinn snerist algjörlega á haus í upphafi seinni hálfleiks. Eins vel og gestirnir spiluðu í fyrri hálfleik voru þeir hörmulegir í þeim seinni og Haukar gengu á lagið. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 10-10. Fram komst aftur yfir með marki Arnars Snæs Magnússonar en þá komu níu Haukamörk í röð, þar af fjögur eftir hraðaupphlaup. Það stóð ekki steinn yfir steini í sóknarleik Fram en leikmenn liðsins gerðu sig seka um ótrúleg mistök sem Haukar refsuðu grimmilega fyrir. Gestirnir urðu reyndar fyrir áfalli eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik þegar Þorgrímur Smári Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasi Má en það skýrir ekki ráð- og stjórnleysið sem var ríkjandi í leik Fram. Eftir þennan ótrúlega 11-1 kafla Hauka var munurinn orðinn átta mörk, 19-11, og leik þar með lokið. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks en sigur Hauka var aldrei í hættu. Lokatölur 31-25, Íslandsmeisturunum í vil. Einar Pétur Pétursson var markahæstur í liði Hauka en hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá níu af 10 mörkum sínum. Elías Már og Janus Daði Smárason komu næstir með sjö mörk hvor. Þá var Giedrius magnaður í markinu með 24 bolta varða, eða 59% hlutfallsmarkvörslu. Ólafur Ægir Ólafsson stóð upp úr í liði Fram með fimm mörk en ljóst er að liðið getur ekki boðið stuðningsmönnum sínum upp þá frammistöðu sem það sýndi í seinni hálfleik.Gunnar: Ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri gegn Fram í kvöld. "Það var eitthvað slen yfir okkur í fyrri hálfleik og við vorum á hælunum, bæði varnar- og sóknarlega og fengum engin hraðaupphlaup," sagði Gunnar en Frammarar leiddu með tveimur mörkum, 8-10, eftir fyrri hálfleikinn og hefðu verið með mun meiri forystu ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Goggi hélt okkur á floti í fyrri hálfleiknum og það var í raun ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir hann. "En það kom allt annað lið inn í seinni hálfleikinn, við vorum beinskeyttari og fengum betri vörn og sókn og hraðaupphlaup, þannig að ég er virkilega ánægður með strákana í seinni hálfleiknum í dag. "Stundum er það þannig að þú nærð ekki að framkvæma hlutina nógu vel og við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. En við bættum úr því í þeim seinni og það gekk allt miklu betur þá." Sigurinn í dag skilar Haukum á topp Olís-deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjum sínum og þá eru Haukar komnir áfram í Evrópukeppninni. "Ég er ánægður með byrjunina," sagði Gunnar sem er á sínu fyrsta tímabili með Hauka. "Það er mikið álag á okkur og við eigum leik strax á fimmtudaginn. Við erum að spila einhverja níu leiki á 27 dögum. En byrjunin er fín en það er mikið eftir og við þurfum að halda einbeitingu," sagði Gunnar að endingu.Guðlaugur: Eiginlega orðlaus Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, var orða vant eftir skelfilega frammistöðu hans manna í seinni hálfleik gegn Haukum í kvöld. Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 8-10, en í þeim seinni stóð ekki steinn yfir steini í leik liðsins. Haukar hófu seinni hálfleikinn á 11-1 kafla og unnu að lokum sex marka sigur, 31-25. "Við komum nokkuð sáttir inn í hálfleikinn en ég er eiginlega orðlaus eftir seinni hálfleikinn," sagði Guðlaugur eftir að hafa messað yfir sínum mönnum inni í búningsklefa að leik loknum. "Ég get voða lítið sagt um hann, nema ég er ofboðslega ósáttur með frammistöðuna, hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og spiluðum úr okkar málum. Og líka hvernig við reyndum að svara þessu áhlaupi Hauka. Það var karaktersleysi sem einkenndi okkur í dag." Frammarar spiluðu fínan fyrri hálfleik og hefðu verið með betri stöðu eftir hann ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Markvarslan hjá Morkunas var frábær. Hann varði úr nokkrum dauðafærum og við hefðum með réttu átt að vera með meiri forystu í hálfleik. Við vorum ósáttir með það og ætluðum að bæta úr því en svo gerðist ekkert," sagði Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira