Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 16:58 Veðurstofan telur mikilvægt að upplýsa almenning um mögulega vatnavá vegna Skaftárhlaups. mynd/veðurstofa íslands Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira