Patriots vann sannfærandi sigur á Steelers | Sjáðu það helsta úr leiknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2015 09:00 Rob Gronkowski skilaði þremur snertimörkum í fyrsta leik ársins. Vísir/Getty New England Patriots byrjaði tímabilið af krafti með 28-21 sigri á Pittsburgh Steelers í fyrsta leik NFL-tímabilsins í gær en leikmenn Patriots slepptu forskotinu aldrei frá sér eftir að hafa náð því í öðrum leikhluta. Mikið hefur verið rætt um lið Patriots í sumar en leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, hefur eytt töluverðum tímum í réttarhaldi fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltum fyrir leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Var hann upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann en því var aflétt á dögunum og gat hann því tekið þátt í fyrsta leik. Þá léku Steelers án eins besta hlaupara deildarinnar, Le'Veon Bell, sem tekur þessa dagana út tveggja leikja bann eftir að hafa verið tekinn ásamt fyrrum liðsfélaga sínum undir stýri eftir að hafa reykt kannabis. Það var ekki að sjá að hinn 38 ára gamli Brady væri eitthvað ryðgaður en Rob Gronkowski skoraði tvö snertimörk í öðrum leikhluta eftir frábærar sendingar frá Brady á meðan leikmönnum Steelers tókst aðeins að koma einu vallarmarki á blað eftir tvær misheppnaðar tilraunir til vallarmarks. Sóknarleikur Steelers vaknaði til lífsins í seinni hálfleik en það var einfaldlega of seint eftir að Gronkowski liðsfélagi hans, Scott Chandler, bættu við sitt hvoru snertimarkinu. Steelers tókst að bæta við einu vallarmarki og tveimur snertimörkum frá Antonio Brown og Will Johnson en tíminn reyndist of naumur á endanum og lauk leiknum með sjö stiga sigri Patriots. Allt það helsta úr leiknum má sjá hér. NFL Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
New England Patriots byrjaði tímabilið af krafti með 28-21 sigri á Pittsburgh Steelers í fyrsta leik NFL-tímabilsins í gær en leikmenn Patriots slepptu forskotinu aldrei frá sér eftir að hafa náð því í öðrum leikhluta. Mikið hefur verið rætt um lið Patriots í sumar en leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, hefur eytt töluverðum tímum í réttarhaldi fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltum fyrir leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Var hann upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann en því var aflétt á dögunum og gat hann því tekið þátt í fyrsta leik. Þá léku Steelers án eins besta hlaupara deildarinnar, Le'Veon Bell, sem tekur þessa dagana út tveggja leikja bann eftir að hafa verið tekinn ásamt fyrrum liðsfélaga sínum undir stýri eftir að hafa reykt kannabis. Það var ekki að sjá að hinn 38 ára gamli Brady væri eitthvað ryðgaður en Rob Gronkowski skoraði tvö snertimörk í öðrum leikhluta eftir frábærar sendingar frá Brady á meðan leikmönnum Steelers tókst aðeins að koma einu vallarmarki á blað eftir tvær misheppnaðar tilraunir til vallarmarks. Sóknarleikur Steelers vaknaði til lífsins í seinni hálfleik en það var einfaldlega of seint eftir að Gronkowski liðsfélagi hans, Scott Chandler, bættu við sitt hvoru snertimarkinu. Steelers tókst að bæta við einu vallarmarki og tveimur snertimörkum frá Antonio Brown og Will Johnson en tíminn reyndist of naumur á endanum og lauk leiknum með sjö stiga sigri Patriots. Allt það helsta úr leiknum má sjá hér.
NFL Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira