Eigum fullt erindi í þessa deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 08:00 Finnur Ingi er kominn aftur á Nesið. mynd/grótta Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta heldur áfram í kvöld en Valur vann Akureyri í fyrsta leik umferðarinnar í gær. ÍR fær Aftureldingu í heimsókn, nýliðar Víkings sækja Fram heim og í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi mætast Grótta og FH. Þetta er fyrsti heimaleikur Gróttu í efstu deild í 1.275 daga, eða síðan Seltirningar töpuðu 23-26 fyrir Fram í Hertz-höllinni 12. mars 2012. Gróttan féll það ár eftir að hafa aðeins fengið þrjú stig í 21 leik. Grótta endaði í 4. sæti 1. deildar 2013 og 2014 en í fyrra héldu Seltirningum engin bönd og þeir unnu 1. deildina með miklum yfirburðum. Þeir leika því í deild þeirra bestu á nýjan leik í vetur. Grótta teflir fram svipuðu liði og í fyrra en hefur þó fengið nokkra nýja leikmenn til liðs við sig. Þeir eiga það flestir sameiginlegt að hafa áður spilað með Gróttu. Þeirra á meðal er hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson en hann sneri aftur á Nesið í sumar eftir fimm ára dvöl hjá Val. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ sagði Finnur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta eru nýjar aðstæður fyrir mig en ég er búinn að vera í annarri stöðu með Val undanfarin ár. Þetta er öðruvísi áskorun.“ Gróttumenn fóru ekki vel af stað í Olís-deildinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum, 24-21, fyrir Aftureldingu á fimmtudaginn. Finnur segir að stress og spenna hafi hamlað Seltirningum framan af leik. „Við fundum það á móti Aftureldingu að við eigum fullt erindi í þessa deild, þótt úrslitin hafi verið óhagstæð,“ sagði Finnur sem var markahæstur Gróttumanna í leiknum gegn Mosfellingum með sex mörk. „Við byrjuðum ekki vel, og það má kannski skrifa það á reynsluleysi, en eftir þessa erfiðu byrjun vorum við á pari við þá. Það var stress og spenna í hópnum og við þurftum smá tíma til að hrista það af okkur.“ Það er stutt á milli feigs og ófeigs í Olís-deildinni en tvö neðstu liðin falla á meðan hin átta fara öll í úrslitakeppnina. Finnur segir að markmiðið sé að sjálfsögðu að vera í hópi átta efstu liða þegar deildarkeppninni lýkur í lok mars. „Það er ljóst mál að við ætlum í úrslitakeppnina,“ sagði Finnur og bætti við: „Við rennum svolítið blint í sjóinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar við stöndum. En ég held að deildin verði jafnari í vetur en hún hefur oft verið,“ sagði Finnur sem hefur leikið einn A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann segir mikla stemningu fyrir handboltanum á Seltjarnarnesi en síðasta ár var án nokkurs vafa það besta í sögu Gróttu; kvennaliðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir handboltanum úti á Nesi eftir árangur beggja liða í fyrra og vonandi getum við nýtt okkur þennan meðbyr,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn