Líkamsþyngdarstuðull sunna björg skarphéðinsdóttir skrifar 22. september 2015 11:00 Vísir/Getty Það vilja flestir lifa heilsusamlegu líferni og rækta heilbrigðan líkama og sál. Við erum öll ólík í líkamsvexti og engir tveir eru alveg eins og þess vegna getur verið erfitt að dæma heilbrigði eftir útliti. Sumir einstaklingar eru grannir án þess að borða nokkurn tímann hollan mat né hreyfa sig, á meðan aðrir eru þéttir í líkamsbyggingu en eru mjög virkir í hreyfingu og borða mestmegnis mjög hollan mat. Í heilbrigðisgeiranum er þó notast við viðmiðunarstuðul til þess að fá hugmynd um á hvaða þyngdarskala hver og einn er. Þessi viðmiðunarstuðull kallast líkamsþyngdarstuðull eða BMI (e. body mass index). Flokkar líkamsþyngdarstuðulsins skiptast í: vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita. Að öllu jöfnu mælast sjúkdómar og aðrir heilsufarslegir kvillar minnst á meðal þeirra sem eru í kjörþyngd og lífslíkur þeirra eru jafnframt mestar. Með tilliti til heilsufars er hvorki æskilegt að vera of feitur né of grannur. Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd einstaklings með formúlunni: Líkamsþyngdarstuðull = Þyngd (kg) / Hæð2 (m) Það skal tekið fram að stuðullinn tekur ekki tillit til vöðvamassa manneskju og hann getur verið hærri ef einstaklingur er með hátt hlutfall vöðvamassa. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organisation) er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita skilgreind á þennan hátt: Vannæring BMI lægri en 18,5 Kjörþyngd BMI á bilinu 18,5 - 24,9 Ofþyngd BMI á bilinu 25–29,9 Offita BMI hærri eða jafnt og 30 Það er hægt að mælast í ofþyngd eða með offitu þó svo að einstaklingur sé í ágætu líkamsformi, en þá er það helst vegna mikils vöðvamassa sem hækkar líkamsþyngdarstuðulinn. BMI-stuðullinn gefur því ekki alltaf áreiðanlega útkomu en gefur þó góða hugmynd um það hvaða flokki er líklegast að maður tilheyri. Hver er þinn líkamsþyngdarstuðull? Sunna Björg er lífeðlis- og næringarfræðingur og eigandi Fjarnæringar. Heilsa Tengdar fréttir Tilfinningatengt hungur Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. 31. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið
Það vilja flestir lifa heilsusamlegu líferni og rækta heilbrigðan líkama og sál. Við erum öll ólík í líkamsvexti og engir tveir eru alveg eins og þess vegna getur verið erfitt að dæma heilbrigði eftir útliti. Sumir einstaklingar eru grannir án þess að borða nokkurn tímann hollan mat né hreyfa sig, á meðan aðrir eru þéttir í líkamsbyggingu en eru mjög virkir í hreyfingu og borða mestmegnis mjög hollan mat. Í heilbrigðisgeiranum er þó notast við viðmiðunarstuðul til þess að fá hugmynd um á hvaða þyngdarskala hver og einn er. Þessi viðmiðunarstuðull kallast líkamsþyngdarstuðull eða BMI (e. body mass index). Flokkar líkamsþyngdarstuðulsins skiptast í: vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita. Að öllu jöfnu mælast sjúkdómar og aðrir heilsufarslegir kvillar minnst á meðal þeirra sem eru í kjörþyngd og lífslíkur þeirra eru jafnframt mestar. Með tilliti til heilsufars er hvorki æskilegt að vera of feitur né of grannur. Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd einstaklings með formúlunni: Líkamsþyngdarstuðull = Þyngd (kg) / Hæð2 (m) Það skal tekið fram að stuðullinn tekur ekki tillit til vöðvamassa manneskju og hann getur verið hærri ef einstaklingur er með hátt hlutfall vöðvamassa. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organisation) er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita skilgreind á þennan hátt: Vannæring BMI lægri en 18,5 Kjörþyngd BMI á bilinu 18,5 - 24,9 Ofþyngd BMI á bilinu 25–29,9 Offita BMI hærri eða jafnt og 30 Það er hægt að mælast í ofþyngd eða með offitu þó svo að einstaklingur sé í ágætu líkamsformi, en þá er það helst vegna mikils vöðvamassa sem hækkar líkamsþyngdarstuðulinn. BMI-stuðullinn gefur því ekki alltaf áreiðanlega útkomu en gefur þó góða hugmynd um það hvaða flokki er líklegast að maður tilheyri. Hver er þinn líkamsþyngdarstuðull? Sunna Björg er lífeðlis- og næringarfræðingur og eigandi Fjarnæringar.
Heilsa Tengdar fréttir Tilfinningatengt hungur Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. 31. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið
Tilfinningatengt hungur Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. 31. ágúst 2015 11:00