Skrítin stemning í Bíó Paradís Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2015 14:00 Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. vísir Heimildamyndin I want to be Weird verður frumsýnd kl. 20 í Bíó Paradís fimmtudaginn 3. september. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Síðasti þáttur The Weird Girls Project, #EmbraceYourself, vakti mikla athygli í fjölmiðlum hér heima og erlendis sl. vor. Í því verki lagði Kitty áherslu á að styrkja líkamsmynd kvenna og voru konurnar sem tóku þátt naktar en þaktar glimmeri og svartri málningu. Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. I Want to be Weird var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor þar sem hún fékk góðar viðtökur. Þá verður hún sýnd á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í 18.-23. september, þar sem myndin er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildamyndin. Í tengslum við sýningar á I Want to be Weird stendur Bíó Paradís fyrir sýningu í innri sal Bíó Paradísar á verkum Kittyar og The Weird Girls Project. Búningar, ljósmyndir og myndbandsþættir The Weird Girls Project eru meðal þess sem verður á sýningunni sem stendur til og með 23. september. Sýningin Kittyar er öllum opin og aðgangur er frír. Sýning Kittyar hefst kl. 19:30 í Bíó Paradís, en frumsýning I Want to be Weird hefst kl. 20:00, fimmtudaginn 3. september. Myndband um gerð verksins er hægt að sjá hér að neðan. Behind the Scenes of Episode 16 of The Weird Girls Project from Kitty Von-Sometime on Vimeo. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Heimildamyndin I want to be Weird verður frumsýnd kl. 20 í Bíó Paradís fimmtudaginn 3. september. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Síðasti þáttur The Weird Girls Project, #EmbraceYourself, vakti mikla athygli í fjölmiðlum hér heima og erlendis sl. vor. Í því verki lagði Kitty áherslu á að styrkja líkamsmynd kvenna og voru konurnar sem tóku þátt naktar en þaktar glimmeri og svartri málningu. Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. I Want to be Weird var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor þar sem hún fékk góðar viðtökur. Þá verður hún sýnd á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í 18.-23. september, þar sem myndin er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildamyndin. Í tengslum við sýningar á I Want to be Weird stendur Bíó Paradís fyrir sýningu í innri sal Bíó Paradísar á verkum Kittyar og The Weird Girls Project. Búningar, ljósmyndir og myndbandsþættir The Weird Girls Project eru meðal þess sem verður á sýningunni sem stendur til og með 23. september. Sýningin Kittyar er öllum opin og aðgangur er frír. Sýning Kittyar hefst kl. 19:30 í Bíó Paradís, en frumsýning I Want to be Weird hefst kl. 20:00, fimmtudaginn 3. september. Myndband um gerð verksins er hægt að sjá hér að neðan. Behind the Scenes of Episode 16 of The Weird Girls Project from Kitty Von-Sometime on Vimeo.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira