Forréttindaníska Hildur Björnsdóttir skrifar 4. september 2015 09:33 „Mamma, sjáðu“. Fimm ára og fordekraður leiddi hann mig að myndinni. Hefðbundnar áhyggjur hurfu um stund. Eitt augnablik hvarf hugur hans frá spjaldtölvum og rjómaís. „Af hverju eru börnin svona?“ Myndin sýndi þjökuð sýrlensk flóttabörn. Vannærð og vesæl. Vanmáttug reyndi ég að skýra það sem ég skil ekki sjálf. „En mamma, af hverju hjálpum við þeim ekki?“ Heimsbyggðin stendur frammi fyrir umfangsmiklum flóttamannavanda. Þeim stærsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Saklaust fólk flýr hörmungar og þúsundir drukkna á flóttanum. Siðmenntaðar þjóðir snúa baki við vandanum - finnst hann óþægilegur - vírgirðingar og vígamenn loka landamærum. Stjórnvöld ílengjast í skrifræði og diplómasíu. Biðin kostar mannslíf. Köldustu hjörtun sjá ekki lengra en nef sér. Svo sýkt af forréttindanísku að blæðir úr nösunum. Bera fyrir sig þjónustustig og stöðu annarra Íslendinga - bera fyrir sig íslensk skólabörn með notuð ritföng. Telja rétt að loka augum gagnvart þeim fólksfjölda sem flýr stríðsátök í heimalandinu. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Þeim örvæntingarfullu sem lúta í lægra haldi fyrir Miðjarðarhafinu. Þykir rétt að fórna mannslífum - því ekki má fjölga börnum með notaðan blýant. Íslendingar eiga sumir um sárt að binda. Þeim reyna margir að hjálpa. Stöðu þeirra verður þó varla jafnað við stöðu flóttafólks. Lífi þeirra var ekki umbylt í stríði. Börn þeirra hvíla ekki undir þungri sæng hafsins. Íslensk móðir getur ekki haldið barni sínu fermingarveislu. Sýrlensk móðir getur ekki haldið barni sínu á floti í Miðjarðarhafi. Íslensk stúlka á ekki snjallsíma. Sýrlensk stúlka er fórnarlamb mansals. Íslenskur faðir getur ekki boðið fjölskyldu sinni á sólarströnd. Sýrlenskur faðir sér lífvana líkama sona sinna - hreyfingarlausa á sólarströnd. Gæðum er misskipt í heiminum. Úthlutunin handahófskennd landfræðileg heppni. Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Hinir kornungu Aylan og Galip Kurdi komu frá bænum Kobane í Sýrlandi. Fjölskylda þeirra flúði stríðsátök í heimalandinu og hugði á betra líf í Kanada. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Í ólgusjó hvolfdi bát þeirra undan ströndum Tyrklands. Faðirinn reyndi að bjarga fjölskyldunni en vonin var engin. Hafið sigraði þau hvert af öðru. Myndir af líki hins þriggja ára Aylan Kurdi, mara í hálfu kafi við sólarströnd, skilja engan eftir ósnortinn. Ferðalok hans eru víti til varnaðar. Þúsundir Íslendinga hafa opnað arma sína. Vilji landsmanna til aðgerða er skýr. Við skynjum misskiptinguna. Við sjáum hörmungarnar. Við skiljum neyðina. Stjórnvöld verða að bregðast við. Biðin kostar mannslíf. Opnið landamærin. Leyfið okkur að hjálpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Mamma, sjáðu“. Fimm ára og fordekraður leiddi hann mig að myndinni. Hefðbundnar áhyggjur hurfu um stund. Eitt augnablik hvarf hugur hans frá spjaldtölvum og rjómaís. „Af hverju eru börnin svona?“ Myndin sýndi þjökuð sýrlensk flóttabörn. Vannærð og vesæl. Vanmáttug reyndi ég að skýra það sem ég skil ekki sjálf. „En mamma, af hverju hjálpum við þeim ekki?“ Heimsbyggðin stendur frammi fyrir umfangsmiklum flóttamannavanda. Þeim stærsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Saklaust fólk flýr hörmungar og þúsundir drukkna á flóttanum. Siðmenntaðar þjóðir snúa baki við vandanum - finnst hann óþægilegur - vírgirðingar og vígamenn loka landamærum. Stjórnvöld ílengjast í skrifræði og diplómasíu. Biðin kostar mannslíf. Köldustu hjörtun sjá ekki lengra en nef sér. Svo sýkt af forréttindanísku að blæðir úr nösunum. Bera fyrir sig þjónustustig og stöðu annarra Íslendinga - bera fyrir sig íslensk skólabörn með notuð ritföng. Telja rétt að loka augum gagnvart þeim fólksfjölda sem flýr stríðsátök í heimalandinu. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Þeim örvæntingarfullu sem lúta í lægra haldi fyrir Miðjarðarhafinu. Þykir rétt að fórna mannslífum - því ekki má fjölga börnum með notaðan blýant. Íslendingar eiga sumir um sárt að binda. Þeim reyna margir að hjálpa. Stöðu þeirra verður þó varla jafnað við stöðu flóttafólks. Lífi þeirra var ekki umbylt í stríði. Börn þeirra hvíla ekki undir þungri sæng hafsins. Íslensk móðir getur ekki haldið barni sínu fermingarveislu. Sýrlensk móðir getur ekki haldið barni sínu á floti í Miðjarðarhafi. Íslensk stúlka á ekki snjallsíma. Sýrlensk stúlka er fórnarlamb mansals. Íslenskur faðir getur ekki boðið fjölskyldu sinni á sólarströnd. Sýrlenskur faðir sér lífvana líkama sona sinna - hreyfingarlausa á sólarströnd. Gæðum er misskipt í heiminum. Úthlutunin handahófskennd landfræðileg heppni. Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Hinir kornungu Aylan og Galip Kurdi komu frá bænum Kobane í Sýrlandi. Fjölskylda þeirra flúði stríðsátök í heimalandinu og hugði á betra líf í Kanada. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Í ólgusjó hvolfdi bát þeirra undan ströndum Tyrklands. Faðirinn reyndi að bjarga fjölskyldunni en vonin var engin. Hafið sigraði þau hvert af öðru. Myndir af líki hins þriggja ára Aylan Kurdi, mara í hálfu kafi við sólarströnd, skilja engan eftir ósnortinn. Ferðalok hans eru víti til varnaðar. Þúsundir Íslendinga hafa opnað arma sína. Vilji landsmanna til aðgerða er skýr. Við skynjum misskiptinguna. Við sjáum hörmungarnar. Við skiljum neyðina. Stjórnvöld verða að bregðast við. Biðin kostar mannslíf. Opnið landamærin. Leyfið okkur að hjálpa.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun