Dansaðu við þinn uppáhaldshöfund Magnús Guðmundsson skrifar 4. september 2015 10:30 Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðarinnar. Visir/GVA Stella Soffía Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem hefst næstkomandi miðvikudag og lýkur með bókaballi á laugardagskvöldið. Stella segir að hátíðin hafi upprunalega verið stofnuð að frumkvæði Thors Vilhjálmssonar og fleiri í Norræna húsinu. „Hátíðin er sjálfseignarstofnun, stjórnin er skipuð fólki sem tengist bókmenntum og vinnur í þessu af áhuga. En upphaflega var hún miklu fremur norræn ljóðahátíð en alþjóðleg bókmenntahátíð – en strax árið 1987 breyttist það. Það var sannkallað stjörnuár og hingað komu Isabel Allende og Kurt Vonnegut. Hátíðin hefur verið stjörnum prýdd síðan og höfundar koma hingað alls staðar að og hafa gert Reykjavíkurborg að alþjóðlegri bókmenntaborg.“Bækur og málefni Tilgangur hátíðarinnar segir Stella að sé fyrst og fremst að kynna það helsta sem er að gerast í bókmenntum víða um heim. „Við erum að leiða saman lesendur og höfunda, leiða saman íslenska og erlenda höfunda og fá hingað erlenda útgefendur til að kynna þá íslenskum höfundum. Allt skiptir þetta miklu máli. En við erum líka að skapa samræðu um málefni sem brenna á lesendum og höfundum. Við höfum alltaf fjallað mikið um mannréttindamál og hátíðin í ár er engin undantekning því fjallað verður um spurninguna hvað sé heima fyrir fólk sem hefur þurft að flytja búferlum vegna stríðs, en við munum líka beina sjónum að umhverfismálum og læsi. Allt eru þetta málefni sem svo sannarlega brenna á samtímanum.“Glæsileg dagskrá Stella segir að það sé svo sannarlega mikið um að vera á þessari miklu afmælishátíð í næstu viku. „Við erum að fara af stað með ný verðlaun, sem við köllum Orðstír, og eru handa þýðendum íslenskra bókmennta á erlend mál. Þetta er heiðursviðurkenning til þýðenda sem eru okkur afar mikilvægir, sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu. Af dagskrárliðum mætti líka sérstaklega nefna samtal Vilborgar Dagbjartsdóttur og Kristínar Ómars sem mér finnst persónulega mjög spennandi efni. Þá er líka áhugavert að heyra um íslenskar bókmenntir sem innblástur í skáldskap þar sem David Mitchell, Emil Hjörvar og Vilborg Davíðsdóttir ræða saman um áhrif hans á sín skrif og kannski ekki síst um minni og minningar þar sem Jón Gnarr, Oddný og Lena Andersson ræða um sannar sögur og falsaðar. Það verður líka gaman að skoða töfra hversdagsleikans en Helle Helle, Óskar Árni og Þórdís Gísladóttir hafa einstakt lag á að ljá hversdagsleikanum spennandi yfirbragð. Dagskrá hátíðarinnar er glæsileg og það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Bókaball Aðsóknin er alltaf góð, bæði á þá dagskrárliði sem eru í Norræna húsinu og í Iðnó. Í ár bryddum við upp á þeirri nýbreytni að streyma allri dagskrá á heimasíðunni okkar, bokmenntahatid.is, svo að allir geta fylgst með þegar þeim hentar. Lesendur flykkjast á hátíðina, vilja heyra meira frá sínum uppáhaldshöfundi eða kynnast nýjum höfundum. Fagfólk kemur auðvitað líka, bókabúðarfólk og slíkt, en fyrst og fremst er þetta hátíð fyrir lesendur af öllu tagi sem vilja heyra og sjá samtímahöfunda sem eru að gera það gott. Hátíðin sem slík er spennandi, því hún markar eiginlega upphaf jólabókaflóðsins annað hvert ár. Það koma út margar bækur fyrir hátíðina og búðirnar eru fullar af spennandi bókum spennandi höfunda. Stemningin á þessari hátíð er einstök, hugguleg og notaleg og lesendur komast ansi nálægt höfundum hérna, og geta jafnvel boðið þeim upp í dans á bókaballinu ef þeir vilja. Ég veit ekki um margar hátíðir þar sem boðið eru upp á slíkt.“ Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira
Stella Soffía Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem hefst næstkomandi miðvikudag og lýkur með bókaballi á laugardagskvöldið. Stella segir að hátíðin hafi upprunalega verið stofnuð að frumkvæði Thors Vilhjálmssonar og fleiri í Norræna húsinu. „Hátíðin er sjálfseignarstofnun, stjórnin er skipuð fólki sem tengist bókmenntum og vinnur í þessu af áhuga. En upphaflega var hún miklu fremur norræn ljóðahátíð en alþjóðleg bókmenntahátíð – en strax árið 1987 breyttist það. Það var sannkallað stjörnuár og hingað komu Isabel Allende og Kurt Vonnegut. Hátíðin hefur verið stjörnum prýdd síðan og höfundar koma hingað alls staðar að og hafa gert Reykjavíkurborg að alþjóðlegri bókmenntaborg.“Bækur og málefni Tilgangur hátíðarinnar segir Stella að sé fyrst og fremst að kynna það helsta sem er að gerast í bókmenntum víða um heim. „Við erum að leiða saman lesendur og höfunda, leiða saman íslenska og erlenda höfunda og fá hingað erlenda útgefendur til að kynna þá íslenskum höfundum. Allt skiptir þetta miklu máli. En við erum líka að skapa samræðu um málefni sem brenna á lesendum og höfundum. Við höfum alltaf fjallað mikið um mannréttindamál og hátíðin í ár er engin undantekning því fjallað verður um spurninguna hvað sé heima fyrir fólk sem hefur þurft að flytja búferlum vegna stríðs, en við munum líka beina sjónum að umhverfismálum og læsi. Allt eru þetta málefni sem svo sannarlega brenna á samtímanum.“Glæsileg dagskrá Stella segir að það sé svo sannarlega mikið um að vera á þessari miklu afmælishátíð í næstu viku. „Við erum að fara af stað með ný verðlaun, sem við köllum Orðstír, og eru handa þýðendum íslenskra bókmennta á erlend mál. Þetta er heiðursviðurkenning til þýðenda sem eru okkur afar mikilvægir, sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu. Af dagskrárliðum mætti líka sérstaklega nefna samtal Vilborgar Dagbjartsdóttur og Kristínar Ómars sem mér finnst persónulega mjög spennandi efni. Þá er líka áhugavert að heyra um íslenskar bókmenntir sem innblástur í skáldskap þar sem David Mitchell, Emil Hjörvar og Vilborg Davíðsdóttir ræða saman um áhrif hans á sín skrif og kannski ekki síst um minni og minningar þar sem Jón Gnarr, Oddný og Lena Andersson ræða um sannar sögur og falsaðar. Það verður líka gaman að skoða töfra hversdagsleikans en Helle Helle, Óskar Árni og Þórdís Gísladóttir hafa einstakt lag á að ljá hversdagsleikanum spennandi yfirbragð. Dagskrá hátíðarinnar er glæsileg og það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Bókaball Aðsóknin er alltaf góð, bæði á þá dagskrárliði sem eru í Norræna húsinu og í Iðnó. Í ár bryddum við upp á þeirri nýbreytni að streyma allri dagskrá á heimasíðunni okkar, bokmenntahatid.is, svo að allir geta fylgst með þegar þeim hentar. Lesendur flykkjast á hátíðina, vilja heyra meira frá sínum uppáhaldshöfundi eða kynnast nýjum höfundum. Fagfólk kemur auðvitað líka, bókabúðarfólk og slíkt, en fyrst og fremst er þetta hátíð fyrir lesendur af öllu tagi sem vilja heyra og sjá samtímahöfunda sem eru að gera það gott. Hátíðin sem slík er spennandi, því hún markar eiginlega upphaf jólabókaflóðsins annað hvert ár. Það koma út margar bækur fyrir hátíðina og búðirnar eru fullar af spennandi bókum spennandi höfunda. Stemningin á þessari hátíð er einstök, hugguleg og notaleg og lesendur komast ansi nálægt höfundum hérna, og geta jafnvel boðið þeim upp í dans á bókaballinu ef þeir vilja. Ég veit ekki um margar hátíðir þar sem boðið eru upp á slíkt.“
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira