Fjármálaráðherra skráður á framhjáhaldssíðu Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2015 13:07 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og eiginkona hans Þóra Margrét Baldvinsdóttir skráðu sig fyrir forvitnisakir vefinn Ashley Madison sem komst í heimsfréttirnar nýverið. Hakkarar réðust á vefinn og stálu þaðan upplýsingum um 37 milljónir notenda vefsins sem er fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Fréttablaðið sagði frá því fyrir skemmstu að á meðal þessa notenda hafi leynst 128 Íslendingar og þeirra á meðal hafi verið þjóðþekkt fólk. Þóra Margrét segir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún þau hjónin hafa skráð sig á vefinn fyrir sjö árum, árið 2008, fyrir forvitnisakir. Hún segir þeim hafa borist margar ábendingar um að nú sé talsvert rætt manna í milli um að gamalt netfang Bjarna tengist gögnum af Ashley Madison vefnum. „Við heyrðum um þennan umdeilda vef í erlendum fréttum fyrir um 7 árum (2008). Í framhaldi af því skoðuðum við vefinn fyrir forvitnisakir, en til þess þurfti að fylla út þar til gert form, skrá netfang, erlent póstnúmer og fleira sem við gerðum í algjörum hálfkæringi og af léttúð,“ skrifar Þóra Margrét. Hún segir þau aldrei hafa farið inn á þennan vef síðan þá og aldrei hafi verið greitt fyrir skráningu eða aðgang að vefnum. „Þessi heimsókn hefur ekki leitt til samskipta við nokkurn mann, hvað þá trúnaðarbrots af neinum toga. Ekki er allt sem sýnist á netinu. Ást og friður.“Kæru vinir. Ekki er öll vitleysan eins. Okkur hjónum hafa borist margar ábendingar um að nú sé talsvert rætt manna í...Posted by Þóra Margrét Baldvinsdóttir on Monday, August 31, 2015 Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Stofnandi Ashley Madison lætur af störfum Noel Biderman stofnaði síðuna árið 2001 og hefur verið framkvæmdastjóri hennar síðan. 28. ágúst 2015 15:02 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Líkja stjórnendum Ashley Madison við eiturlyfjasala sem misnotar fíkla Heita því að ráðast á öll þau fyrirtæki sem græða milljarða á þjáningum annarra, lygum og leyndarmálum. 22. ágúst 2015 21:29 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og eiginkona hans Þóra Margrét Baldvinsdóttir skráðu sig fyrir forvitnisakir vefinn Ashley Madison sem komst í heimsfréttirnar nýverið. Hakkarar réðust á vefinn og stálu þaðan upplýsingum um 37 milljónir notenda vefsins sem er fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. Fréttablaðið sagði frá því fyrir skemmstu að á meðal þessa notenda hafi leynst 128 Íslendingar og þeirra á meðal hafi verið þjóðþekkt fólk. Þóra Margrét segir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún þau hjónin hafa skráð sig á vefinn fyrir sjö árum, árið 2008, fyrir forvitnisakir. Hún segir þeim hafa borist margar ábendingar um að nú sé talsvert rætt manna í milli um að gamalt netfang Bjarna tengist gögnum af Ashley Madison vefnum. „Við heyrðum um þennan umdeilda vef í erlendum fréttum fyrir um 7 árum (2008). Í framhaldi af því skoðuðum við vefinn fyrir forvitnisakir, en til þess þurfti að fylla út þar til gert form, skrá netfang, erlent póstnúmer og fleira sem við gerðum í algjörum hálfkæringi og af léttúð,“ skrifar Þóra Margrét. Hún segir þau aldrei hafa farið inn á þennan vef síðan þá og aldrei hafi verið greitt fyrir skráningu eða aðgang að vefnum. „Þessi heimsókn hefur ekki leitt til samskipta við nokkurn mann, hvað þá trúnaðarbrots af neinum toga. Ekki er allt sem sýnist á netinu. Ást og friður.“Kæru vinir. Ekki er öll vitleysan eins. Okkur hjónum hafa borist margar ábendingar um að nú sé talsvert rætt manna í...Posted by Þóra Margrét Baldvinsdóttir on Monday, August 31, 2015
Tengdar fréttir Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01 Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Stofnandi Ashley Madison lætur af störfum Noel Biderman stofnaði síðuna árið 2001 og hefur verið framkvæmdastjóri hennar síðan. 28. ágúst 2015 15:02 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Líkja stjórnendum Ashley Madison við eiturlyfjasala sem misnotar fíkla Heita því að ráðast á öll þau fyrirtæki sem græða milljarða á þjáningum annarra, lygum og leyndarmálum. 22. ágúst 2015 21:29 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. 21. ágúst 2015 00:01
Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00
Stofnandi Ashley Madison lætur af störfum Noel Biderman stofnaði síðuna árið 2001 og hefur verið framkvæmdastjóri hennar síðan. 28. ágúst 2015 15:02
Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44
Líkja stjórnendum Ashley Madison við eiturlyfjasala sem misnotar fíkla Heita því að ráðast á öll þau fyrirtæki sem græða milljarða á þjáningum annarra, lygum og leyndarmálum. 22. ágúst 2015 21:29