Vilji ráðherrans þýði lokun skólanna Ólöf Skaftadóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 21. ágúst 2015 08:00 Háskólinn á Akureyri Rósa Guðrún Eggertsdóttir „Það hafa ekki verið gerðar erlendar rannsóknir á Byrjendalæsi en það eru margar erlendar rannsóknir sem stuðst var við þegar byrjendalæsið var sett saman,“ segir Rósa Eggertsdóttir, sú sem leiddi þróun kennsluaðferðarinnar Byrjendalæsis við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, þegar hún var innt eftir því í hvaða rannsóknir vitnað væri í fréttatilkynningu sem Miðstöðin sendi frá sér í gær. Þar kom fram að Byrjendalæsi væri byggt á erlendum rannsóknum. Birna María Sveinbjarnardóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar, segir hins vegar rannsókn á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands nú standa yfir á árangri Byrjendalæsis sem kennsluaðferð. Niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja ekki fyrir og því er ljóst að kennsluaðferð sem innleidd var í um helming grunnskóla landsins hefur ekki verið prófuð eða nægilega vel rannsökuð. Í gær birti Menntamálastofnun ný gögn þess efnis að nemendur kæmu verr út en áður í íslensku, lesskilningi og stærðfræði eftir að Byrjendalæsi var innleitt í skólana. „Ráðherra talar um raunprófaðar aðferðir. Ef hann ætlar að gera það þá þarf að loka öllum skólum landsins því það er ekkert raunprófað hér á landi,“ segir Rósa. Hún segist hins vegar taka undir með ráðherra um að efla þurfi læsi ungmenna. „Þau þurfa að geta lesið þungan texta. Akkillesarhællinn að mínu mati er á miðstigi og unglingastigi og þá er löngu hætt að kenna lestur. Í raungreinum þarf oft að umorða bækur því krakkarnir eru ekki tilbúnir í flókinn texta,“ útskýrir Rósa. „Ráðherra er búinn að stofna menntamálastofnun og virðist ætla að fara að skella einni aðferð að ofan og segja grunnskólum að einungis ein aðferð verði kennd, gamla hljóðaðferðin.“Aðrir þættir gætu haft áhrif Arnór Guðmundsson er forstöðumaður Menntamálastofnunar, sem gaf út gögnin sem hleyptu umræðunum af stað. „Ég er ekki að segja að Byrjendalæsi valdi þessu falli. Við erum að segja að við hefðum ætlað að Byrjendalæsi skilaði sér í bættum árangri nemenda í lestri og það virðist ekki vera,“ útskýrir hann. „Það geta verið aðrir þættir sem hafa áhrif á þetta fall almennt. Þessi samanburður sem við leggjum áherslu á er samanburður áður en þeir hafa verið í Byrjendalæsi og síðan eftir fjögur ár í Byrjendalæsi. Það er ekkert einhlítt,“ segir Arnór og bætir við að Menntamálastofnun geri kröfu um að Miðstöð skólaþróunar við HA rannsaki sjálf árangur aðferðarinnar. „Við viljum ræða þetta á grundvelli gagna. Það er frábært ef þau geta sýnt fram á það með gögnum að Byrjendalæsi virki.“Illugi GunnarssonAðferðirnar verða að virka „Við erum að tala um möguleika barna í námi,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. „Það segir sig sjálft að það getur aldrei orðið þannig að í hverju einasta fagi sé aðferðafræðin prófuð og rannsökuð til hlítar. En þegar um er að ræða grundvallarfögin, eins og til dæmis lestur og stærðfræði, þá hljótum við að gera þá kröfu að hægt sé að færa fyrir því þung rök þegar innleiða á nýjar aðferðir. Þessi grundvallaratriði verða að vera í lagi, ef þau eru ekki í lagi þá er svo margt annað sem klikkar. Auðvitað er það þannig að það er ekki ein aðferð til við það að kenna lestur. Við vitum það að það eru margar aðferðir af því að börnin eru ólík. Þær aðferðir sem við notum, þær þurfa allavega að virka.“ Illugi segir mikilvægt að setja sér markmið um árangur fyrirfram og ákveða hvernig skuli meta aðferðir sem séu innleiddar. „Það eru engin rök að vegna þess að við séum ekki vön að mæla, eða að það sé erfitt að mæla að þá eigi ekki að mæla neitt. Við verðum að setja þá kröfu á háskólana og aðra að svona mikilvægar ákvarðanir eins og kennsluaðferðir í lestri séu mjög vel rannsakaðar áður en þær eru innleiddar.“Kallar eftir fræðilegum skýringum HA „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri. Hún var nýbúin að fá í hendurnar greininguna frá Menntamálastofnun. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri segir tölfræðina frá Menntamálastofnun ekki standast. „Mig langar að heyra fræðilegar skýringar Háskólans á Akureyri. Hvort þetta geti staðist.“ Soffía segist slegin yfir því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef þetta er staðreyndin, að þessir skólar eru þetta lægri, þá verðum við að rýna í það hvað er að klikka. Er þetta hreinlega skandall eða þarf að lesa betur í niðurstöður?“ Soffía segist ekki ætla að segja upp samningi í tengslum við Byrjendalæsi við Háskólann á Akureyri að svo stöddu. „En ég á eftir að hitta fólkið þar og taka samræðuna.“ En hver er munurinn á fagmanni og áhugamanni ef aðferðirnar eru ekki prófaðar áður en þær eru innleiddar? „Þau verða að svara fyrir það í Háskólanum á Akureyri. Maður treystir háskólasamfélaginu til að vera með traustan fræðilegan grunn.“ Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Rósa Guðrún Eggertsdóttir „Það hafa ekki verið gerðar erlendar rannsóknir á Byrjendalæsi en það eru margar erlendar rannsóknir sem stuðst var við þegar byrjendalæsið var sett saman,“ segir Rósa Eggertsdóttir, sú sem leiddi þróun kennsluaðferðarinnar Byrjendalæsis við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, þegar hún var innt eftir því í hvaða rannsóknir vitnað væri í fréttatilkynningu sem Miðstöðin sendi frá sér í gær. Þar kom fram að Byrjendalæsi væri byggt á erlendum rannsóknum. Birna María Sveinbjarnardóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar, segir hins vegar rannsókn á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands nú standa yfir á árangri Byrjendalæsis sem kennsluaðferð. Niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja ekki fyrir og því er ljóst að kennsluaðferð sem innleidd var í um helming grunnskóla landsins hefur ekki verið prófuð eða nægilega vel rannsökuð. Í gær birti Menntamálastofnun ný gögn þess efnis að nemendur kæmu verr út en áður í íslensku, lesskilningi og stærðfræði eftir að Byrjendalæsi var innleitt í skólana. „Ráðherra talar um raunprófaðar aðferðir. Ef hann ætlar að gera það þá þarf að loka öllum skólum landsins því það er ekkert raunprófað hér á landi,“ segir Rósa. Hún segist hins vegar taka undir með ráðherra um að efla þurfi læsi ungmenna. „Þau þurfa að geta lesið þungan texta. Akkillesarhællinn að mínu mati er á miðstigi og unglingastigi og þá er löngu hætt að kenna lestur. Í raungreinum þarf oft að umorða bækur því krakkarnir eru ekki tilbúnir í flókinn texta,“ útskýrir Rósa. „Ráðherra er búinn að stofna menntamálastofnun og virðist ætla að fara að skella einni aðferð að ofan og segja grunnskólum að einungis ein aðferð verði kennd, gamla hljóðaðferðin.“Aðrir þættir gætu haft áhrif Arnór Guðmundsson er forstöðumaður Menntamálastofnunar, sem gaf út gögnin sem hleyptu umræðunum af stað. „Ég er ekki að segja að Byrjendalæsi valdi þessu falli. Við erum að segja að við hefðum ætlað að Byrjendalæsi skilaði sér í bættum árangri nemenda í lestri og það virðist ekki vera,“ útskýrir hann. „Það geta verið aðrir þættir sem hafa áhrif á þetta fall almennt. Þessi samanburður sem við leggjum áherslu á er samanburður áður en þeir hafa verið í Byrjendalæsi og síðan eftir fjögur ár í Byrjendalæsi. Það er ekkert einhlítt,“ segir Arnór og bætir við að Menntamálastofnun geri kröfu um að Miðstöð skólaþróunar við HA rannsaki sjálf árangur aðferðarinnar. „Við viljum ræða þetta á grundvelli gagna. Það er frábært ef þau geta sýnt fram á það með gögnum að Byrjendalæsi virki.“Illugi GunnarssonAðferðirnar verða að virka „Við erum að tala um möguleika barna í námi,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. „Það segir sig sjálft að það getur aldrei orðið þannig að í hverju einasta fagi sé aðferðafræðin prófuð og rannsökuð til hlítar. En þegar um er að ræða grundvallarfögin, eins og til dæmis lestur og stærðfræði, þá hljótum við að gera þá kröfu að hægt sé að færa fyrir því þung rök þegar innleiða á nýjar aðferðir. Þessi grundvallaratriði verða að vera í lagi, ef þau eru ekki í lagi þá er svo margt annað sem klikkar. Auðvitað er það þannig að það er ekki ein aðferð til við það að kenna lestur. Við vitum það að það eru margar aðferðir af því að börnin eru ólík. Þær aðferðir sem við notum, þær þurfa allavega að virka.“ Illugi segir mikilvægt að setja sér markmið um árangur fyrirfram og ákveða hvernig skuli meta aðferðir sem séu innleiddar. „Það eru engin rök að vegna þess að við séum ekki vön að mæla, eða að það sé erfitt að mæla að þá eigi ekki að mæla neitt. Við verðum að setja þá kröfu á háskólana og aðra að svona mikilvægar ákvarðanir eins og kennsluaðferðir í lestri séu mjög vel rannsakaðar áður en þær eru innleiddar.“Kallar eftir fræðilegum skýringum HA „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri. Hún var nýbúin að fá í hendurnar greininguna frá Menntamálastofnun. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri segir tölfræðina frá Menntamálastofnun ekki standast. „Mig langar að heyra fræðilegar skýringar Háskólans á Akureyri. Hvort þetta geti staðist.“ Soffía segist slegin yfir því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef þetta er staðreyndin, að þessir skólar eru þetta lægri, þá verðum við að rýna í það hvað er að klikka. Er þetta hreinlega skandall eða þarf að lesa betur í niðurstöður?“ Soffía segist ekki ætla að segja upp samningi í tengslum við Byrjendalæsi við Háskólann á Akureyri að svo stöddu. „En ég á eftir að hitta fólkið þar og taka samræðuna.“ En hver er munurinn á fagmanni og áhugamanni ef aðferðirnar eru ekki prófaðar áður en þær eru innleiddar? „Þau verða að svara fyrir það í Háskólanum á Akureyri. Maður treystir háskólasamfélaginu til að vera með traustan fræðilegan grunn.“
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira