Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2015 13:15 Úr leik hjá KR og Val síðasta vetur. vísir/vilhelm Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því." Dominos-deild kvenna Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins