Til skammar er að rukka fyrir grunnskólann Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Með upphafi skólahalds kemst tilveran í fastari skorður hjá fjölda barna eftir sumarfrí. Vinir hittast á ný og þau sem eru að taka sín fyrstu skref í námi hlakkar til að takast á við ný viðfangsefni. Upphaf skólahalds getur hins vegar verið hluta foreldra nokkurt áhyggjuefni líkt og greint er frá í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Kostnaður vegna námsgagna fyrir grunnskólabörn er mjög mismunandi á milli skóla og sveitarfélaga. Sums staðar er fólk gert út af örkinni með nákvæma innkaupalista og annars staðar innheimta skólar fast gjald og gögnin eru afhent í skólanum. Sú leið virðist alla jafna ódýrari. Fólk með tvö til þrjú börn á framfæri getur hins vegar staðið frammi fyrir viðbótarkostnaði upp á tugi þúsunda. Undir því stendur fólk misvel. Svo virðist sem um falinn vanda sé að hluta, því einstakir kennarar og svo góðgerðarsamtök á borð við Hróa Hött barnavinafélag (HHB) hafa hlaupið undir bagga með börnum úr efnaminni fjölskyldum og lagt út fyrir námsgögnum, matarkostnaði og fleiri útgjaldaliðum sem tengjast skóla- og tómstundahaldi. Umfangið er óvíst en ljóst að það er nokkuð. HHB veitti í fyrra 90 styrki til barna í 16 af 182 grunnskólum landsins. Ísafjarðabær hefur gengið á undan með góðu fordæmi og útvegar börnum í grunnskólum fjögurra byggðakjarna þess sveitarfélags námsgögn endurgjaldslaust. Fagnaðarefni er að Samband íslenskra sveitarfélaga ætli að taka málið upp á næstunni, eftir áskoranir Barnaheilla og Heimilis og skóla um gjaldfrjálsan grunnskóla. Og auðvitað á það gjaldfrelsi líka að ná til mötuneyta skólanna. Sögur á borð við þær að svöngum börnum sé vísað úr í matarröð síns skóla vegna útistandandi reikninga foreldranna eru okkur ekki sæmandi sem þjóð. Upp kemur í hugann mynd af Ólíver Twist með matarskálina biðjandi um meira. Ef einhver manndómur er í sveitarstjórnarfólki þessa lands þá kemur það sér saman um stefnu í skólamálum þar sem mismunun er útrýmt og landið fær staðið undir skuldbindingum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér á grunnskóli að vera gjaldfrjáls með öllu. Þannig eru öll börn jafnsett í sínum skóla. Markmiðið er að gera sjálfboðaliðastarf á borð við það sem HHB stendur fyrir óþarft. Taka má undir orð Sigríðar Jónsdóttur, formanns samtakanna, í blaðinu í dag þar sem hún segir sjálfsagt að bæði máltíðir barna og skólagögn standi þeim til boða án greiðslu, sem og tómstundastarf sem brúi bilið yfir vinnudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun
Með upphafi skólahalds kemst tilveran í fastari skorður hjá fjölda barna eftir sumarfrí. Vinir hittast á ný og þau sem eru að taka sín fyrstu skref í námi hlakkar til að takast á við ný viðfangsefni. Upphaf skólahalds getur hins vegar verið hluta foreldra nokkurt áhyggjuefni líkt og greint er frá í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Kostnaður vegna námsgagna fyrir grunnskólabörn er mjög mismunandi á milli skóla og sveitarfélaga. Sums staðar er fólk gert út af örkinni með nákvæma innkaupalista og annars staðar innheimta skólar fast gjald og gögnin eru afhent í skólanum. Sú leið virðist alla jafna ódýrari. Fólk með tvö til þrjú börn á framfæri getur hins vegar staðið frammi fyrir viðbótarkostnaði upp á tugi þúsunda. Undir því stendur fólk misvel. Svo virðist sem um falinn vanda sé að hluta, því einstakir kennarar og svo góðgerðarsamtök á borð við Hróa Hött barnavinafélag (HHB) hafa hlaupið undir bagga með börnum úr efnaminni fjölskyldum og lagt út fyrir námsgögnum, matarkostnaði og fleiri útgjaldaliðum sem tengjast skóla- og tómstundahaldi. Umfangið er óvíst en ljóst að það er nokkuð. HHB veitti í fyrra 90 styrki til barna í 16 af 182 grunnskólum landsins. Ísafjarðabær hefur gengið á undan með góðu fordæmi og útvegar börnum í grunnskólum fjögurra byggðakjarna þess sveitarfélags námsgögn endurgjaldslaust. Fagnaðarefni er að Samband íslenskra sveitarfélaga ætli að taka málið upp á næstunni, eftir áskoranir Barnaheilla og Heimilis og skóla um gjaldfrjálsan grunnskóla. Og auðvitað á það gjaldfrelsi líka að ná til mötuneyta skólanna. Sögur á borð við þær að svöngum börnum sé vísað úr í matarröð síns skóla vegna útistandandi reikninga foreldranna eru okkur ekki sæmandi sem þjóð. Upp kemur í hugann mynd af Ólíver Twist með matarskálina biðjandi um meira. Ef einhver manndómur er í sveitarstjórnarfólki þessa lands þá kemur það sér saman um stefnu í skólamálum þar sem mismunun er útrýmt og landið fær staðið undir skuldbindingum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér á grunnskóli að vera gjaldfrjáls með öllu. Þannig eru öll börn jafnsett í sínum skóla. Markmiðið er að gera sjálfboðaliðastarf á borð við það sem HHB stendur fyrir óþarft. Taka má undir orð Sigríðar Jónsdóttur, formanns samtakanna, í blaðinu í dag þar sem hún segir sjálfsagt að bæði máltíðir barna og skólagögn standi þeim til boða án greiðslu, sem og tómstundastarf sem brúi bilið yfir vinnudaginn.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun