600 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins á fyrstu 10 dögum Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 09:56 Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan. Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent
Toyota hefur áætlað að selja 3.000 Mirai vetnisbíla í Bandaríkjunum frá október í ár til enda árs 2017. Opnað var fyrir pantanir á bílnum fyrir 10 dögum og nú þegar hafa 600 skráð sig fyrir kaupum eða leigu á bínum, eða fimmtungur af þessari áætlaðu sölu ríflega tveggja ára. Þessir kaupendur hafa greinilega ekki miklar áhyggjur af fjölda áfyllingarstöðva vetnis, en Toyota hefur lofað kaupendum þéttara neti slíkra stöðva á næstunni. Í Kaliforníu, sem er sannkölluð mekka umhverfisvænna bíla í Bandaríkjunum, ætlar Toyota að byggja 15 nýjar áfyllingastöðvar fyrir enda þessa árs og 20 aðrar á næsta ári. Toyota Mirai er alls ekki ódýr bíll, en hann kostar 57.500 dollara í Bandaríkjunum. Ef hann er leigður þurfa kaupendur að reiða fram 3.649 dollara í upphafi og greiða síðan 499 dollara á mánuði. Þessu fylgir frítt vetni á bílana fyrstu 3 árin. Toyota Mirai kemst 500 km á hverri tankfylli. Sjá má kynningarstiklu um Toyota Mirai vetnisbílinn hér að ofan.
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent