Dustin Johnson lék best allra á fyrsta hring á Whistling Straits Kári Örn Hinriksson skrifar 13. ágúst 2015 23:45 Dustin Johnson og Jason Day voru í góðu skapi í dag. Getty Þeir kylfingar sem fóru út snemma á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu höfðu heppnina með sér en aðstæður á Whistling Straits vellinum voru mjög mismunandi í dag. Völlurinn var mjúkur og lítill vindur fyrri partinn af deginum og það nýttu margir sér, meðal annars Dustin Johnson sem leiðir eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Margir aðrir sterkir kylfingar nýttu aðstæður vel og enduðu á 68 höggum eða fjórum undir pari en þar má helst nefna Jason Day og Matt Kuchar.Tiger Woods nýtti sér þó ekki aðstæðurnar og lék á 75 eða þremur yfir pari en hann átti í miklum vandræðum með pútterinn. Tveir bestu kylfingar heims, Jordan Spieth og Rory McIlroy hófu síðan leik eftir hádegi en þá hafði bætt mikið í vindinn og flatirnar orðnar harðar og erfiðar viðureignar. Þeim tókst þó að halda sér í baráttunni en þeir léku báðir á 71 höggi eða einu undir pari. Þá sýndi Svíinn David Lingmerth frábæra takta í vindinum seinni partinn og lék á 67 höggum eða fimm undir pari en hann er í öðru sæti á eftir Dustin Johnson. Bein útsending á Golfstöðinni frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á morgun. Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þeir kylfingar sem fóru út snemma á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu höfðu heppnina með sér en aðstæður á Whistling Straits vellinum voru mjög mismunandi í dag. Völlurinn var mjúkur og lítill vindur fyrri partinn af deginum og það nýttu margir sér, meðal annars Dustin Johnson sem leiðir eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Margir aðrir sterkir kylfingar nýttu aðstæður vel og enduðu á 68 höggum eða fjórum undir pari en þar má helst nefna Jason Day og Matt Kuchar.Tiger Woods nýtti sér þó ekki aðstæðurnar og lék á 75 eða þremur yfir pari en hann átti í miklum vandræðum með pútterinn. Tveir bestu kylfingar heims, Jordan Spieth og Rory McIlroy hófu síðan leik eftir hádegi en þá hafði bætt mikið í vindinn og flatirnar orðnar harðar og erfiðar viðureignar. Þeim tókst þó að halda sér í baráttunni en þeir léku báðir á 71 höggi eða einu undir pari. Þá sýndi Svíinn David Lingmerth frábæra takta í vindinum seinni partinn og lék á 67 höggum eða fimm undir pari en hann er í öðru sæti á eftir Dustin Johnson. Bein útsending á Golfstöðinni frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á morgun.
Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira