Brúðargjald löglegt í Úganda en ekki hægt að fá endurgreitt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. ágúst 2015 23:24 Kampala, höfuðborg Úganda. vísir/getty Hæstiréttur Úganda hefur lagt bann við því að skila brúðargjaldi í kjölfar skilnaðar hjóna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í höfuðborginni Kampala í dag en AP segir frá. Hópur fólks hafði höfðað mál til að fá úr því skorið hvort brúðargjaldið stæðist lög. Gjaldið er oftar en ekki fé eða búfénaður sem brúðguminn greiðir til fjölskyldu verðandi eiginkonu sinnar. Meðlimir hópsins vildu meina að gjaldið væri niðurlægjandi fyrir konur og myndi í raun gera þær að eign mannsins. Rekstur málsins hófst árið 2007 og er nú lokið með niðurstöðu hæstaréttar. Dómurinn féllst á það með málshefjendum að það væri niðurlægjandi að skila brúðargjaldinu aftur til mannsins ef upp úr flosnaði og hafði orð á því að „konur væru ekki vörur sem hægt væri að kaupa og skila á markaði.“ Rétturinn taldi hins vegar að gjaldið sjálft stæðist stjórnarskrá. „Þetta er sigur fyrir okkur og fyrir konur,“ segir Leah Nabunnya talsmaður hópsins sem höfðaði málið. Hún bætir því við að rannsóknir sýni að fjöldi kvenna í Úganda séu fastar í ofbeldissamböndum og þurfi að giftast mönnum sem þær vilji lítið með hafa. „Komi til skilnaðar eru margar fjölskyldur í þeirri aðstöðu að geta ekki skilað gjaldinu og þetta er því áfangasigur.“ Tengdar fréttir Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Hæstiréttur Úganda hefur lagt bann við því að skila brúðargjaldi í kjölfar skilnaðar hjóna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í höfuðborginni Kampala í dag en AP segir frá. Hópur fólks hafði höfðað mál til að fá úr því skorið hvort brúðargjaldið stæðist lög. Gjaldið er oftar en ekki fé eða búfénaður sem brúðguminn greiðir til fjölskyldu verðandi eiginkonu sinnar. Meðlimir hópsins vildu meina að gjaldið væri niðurlægjandi fyrir konur og myndi í raun gera þær að eign mannsins. Rekstur málsins hófst árið 2007 og er nú lokið með niðurstöðu hæstaréttar. Dómurinn féllst á það með málshefjendum að það væri niðurlægjandi að skila brúðargjaldinu aftur til mannsins ef upp úr flosnaði og hafði orð á því að „konur væru ekki vörur sem hægt væri að kaupa og skila á markaði.“ Rétturinn taldi hins vegar að gjaldið sjálft stæðist stjórnarskrá. „Þetta er sigur fyrir okkur og fyrir konur,“ segir Leah Nabunnya talsmaður hópsins sem höfðaði málið. Hún bætir því við að rannsóknir sýni að fjöldi kvenna í Úganda séu fastar í ofbeldissamböndum og þurfi að giftast mönnum sem þær vilji lítið með hafa. „Komi til skilnaðar eru margar fjölskyldur í þeirri aðstöðu að geta ekki skilað gjaldinu og þetta er því áfangasigur.“
Tengdar fréttir Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37
Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00