Milos: Við vorum betri aðilinn í þessum leik T'omas Þór Þórðarson skrifar 9. ágúst 2015 22:08 Milos Milojevic og Helgi Sigurðsson fara yfir málin í Garðabænum í kvöld. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira