Þingmaður hoppaði úr sér stressið og setti húsið á sölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2015 12:45 Hér má sjá glitta í hið stresslosandi trampólín. Vísir/fasteign Þó svo að þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir hafi sett hús sitt í Reykjanesbæ á sölu þurfa kjósendur í Suðurkjördæmi ekki að örvænta. Hún segist ekki alls ekki vera á leið úr kjördæminu og vill í raun hvergi annars staðar búa en á Suðurnesjum. Heimili Silju Daggar að Seljudal 5 í Reykjanesbæ er nú komið á sölu hjá fasteignasölunni Brú en hún og maður hennar reistu húsið sjálf árið 2008. Húsið eru rúmir 200 fermetrar að stærð og stendur ekki allsendis langt frá flæðarmálinu. Í samtali við Vísi segir framsóknarkonan að einungis praktískar ástæður búi að baki flutningunum. Fjölskyldan vilji minnka við sig eftir að elsta barnið á heimilinu flaug úr hreiðrinu. Þrátt fyrir að Silja og hennar slekti séu ekki búin að finna sér nýjan íverustað segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að vera steypa sér í mikið óvissulimbó ef af sölunni verður á næstu misserum. Fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér og hefur hún litla trú á öðru en að leit hennar að minni og jafnvel eldri eign muni ganga skjótt og öruggt fyrir sig. Hún segist muna sjá mikið eftir því að búa í húsinu - sem hún líkir við það að búa í sumarbústað. Ekki síst vegna heita pottsins sem hún leitaði oft í eftir langan dag á þinginu. Trampólínið muni hún þó taka með sér enda segir Silja að það hafi gert sama gagn og heiti potturinn. Fátt sé betra eftir langan átakadag á Alþingi en að hoppa á trampólíninu að sögn þingmannsins. Myndir af framsóknarvillu Silju Daggar má nálgast hér að ofan og nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis. Alþingi Hús og heimili Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Þó svo að þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir hafi sett hús sitt í Reykjanesbæ á sölu þurfa kjósendur í Suðurkjördæmi ekki að örvænta. Hún segist ekki alls ekki vera á leið úr kjördæminu og vill í raun hvergi annars staðar búa en á Suðurnesjum. Heimili Silju Daggar að Seljudal 5 í Reykjanesbæ er nú komið á sölu hjá fasteignasölunni Brú en hún og maður hennar reistu húsið sjálf árið 2008. Húsið eru rúmir 200 fermetrar að stærð og stendur ekki allsendis langt frá flæðarmálinu. Í samtali við Vísi segir framsóknarkonan að einungis praktískar ástæður búi að baki flutningunum. Fjölskyldan vilji minnka við sig eftir að elsta barnið á heimilinu flaug úr hreiðrinu. Þrátt fyrir að Silja og hennar slekti séu ekki búin að finna sér nýjan íverustað segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að vera steypa sér í mikið óvissulimbó ef af sölunni verður á næstu misserum. Fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér og hefur hún litla trú á öðru en að leit hennar að minni og jafnvel eldri eign muni ganga skjótt og öruggt fyrir sig. Hún segist muna sjá mikið eftir því að búa í húsinu - sem hún líkir við það að búa í sumarbústað. Ekki síst vegna heita pottsins sem hún leitaði oft í eftir langan dag á þinginu. Trampólínið muni hún þó taka með sér enda segir Silja að það hafi gert sama gagn og heiti potturinn. Fátt sé betra eftir langan átakadag á Alþingi en að hoppa á trampólíninu að sögn þingmannsins. Myndir af framsóknarvillu Silju Daggar má nálgast hér að ofan og nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.
Alþingi Hús og heimili Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira