Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 16:55 Signý. Mynd/GSÍ Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu á Akranesi í dag. Signý lék gríðarlega vel á lokahringnum en hún fékk alls sex fugla á hringnum. Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Ólöfu Þórunni Kristinsdóttir og Sunnu Víðisdóttir eftir að hafa leikið stöðugt og gott golf fyrstu þrjá daga á Íslandsmótinu. Signý lék gríðarlega vel í upphafi og var komin á parið eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari á tíundu holu. Það var hinsvegar hart sótt að henni í dag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni átti frábæran dag en hún lék á fimm höggum undir pari og var jöfn Signýju er hún lauk leik að þessu sinni. Þá sótti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð Íslandsmeistari í höggleik á síðasta ári hart að Signýju en missti af góðu tækifæri til þess að saxa á hana er Ólafía þrípúttaði á sextándu braut. Signý fékk tvo skolla með stuttu millibili á 13. og 14. braut sem hleypti Ólafíu og Valdísi inn í þetta á ný en hún átti heldur betur eftir að svara fyrir það. Signý náði forskotinu á ný á sautjándu braut þegar hún setti niður pútt af tveggja metra færi, stuttu eftir að Valdís lauk leik og þurfti hún því aðeins par á 18. holu vallarins. Lék hún hana af miklu öryggi en hún setti boltann á besta stað og tvípúttaði fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Er þetta í fyrsta sinn sem hún stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik en hún hefur næst komist því þegar hún lenti í öðru sæti í Grafarholtinu. Lýkur mótinu eftir örskamma stund en Þórður Rafn Gissurarson er með örugga forystu í karlaflokkinum á sautjándu braut. Lesa má beina textalýsingu frá deginum hér. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki eftir að hafa borið sigur úr býtum á Íslandsmótinu á Akranesi í dag. Signý lék gríðarlega vel á lokahringnum en hún fékk alls sex fugla á hringnum. Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Ólöfu Þórunni Kristinsdóttir og Sunnu Víðisdóttir eftir að hafa leikið stöðugt og gott golf fyrstu þrjá daga á Íslandsmótinu. Signý lék gríðarlega vel í upphafi og var komin á parið eftir að hafa leikið á fjórum höggum undir pari á tíundu holu. Það var hinsvegar hart sótt að henni í dag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni átti frábæran dag en hún lék á fimm höggum undir pari og var jöfn Signýju er hún lauk leik að þessu sinni. Þá sótti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð Íslandsmeistari í höggleik á síðasta ári hart að Signýju en missti af góðu tækifæri til þess að saxa á hana er Ólafía þrípúttaði á sextándu braut. Signý fékk tvo skolla með stuttu millibili á 13. og 14. braut sem hleypti Ólafíu og Valdísi inn í þetta á ný en hún átti heldur betur eftir að svara fyrir það. Signý náði forskotinu á ný á sautjándu braut þegar hún setti niður pútt af tveggja metra færi, stuttu eftir að Valdís lauk leik og þurfti hún því aðeins par á 18. holu vallarins. Lék hún hana af miklu öryggi en hún setti boltann á besta stað og tvípúttaði fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Er þetta í fyrsta sinn sem hún stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik en hún hefur næst komist því þegar hún lenti í öðru sæti í Grafarholtinu. Lýkur mótinu eftir örskamma stund en Þórður Rafn Gissurarson er með örugga forystu í karlaflokkinum á sautjándu braut. Lesa má beina textalýsingu frá deginum hér.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira