Hermann: Héldum að við værum betri en við erum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. júlí 2015 22:19 Vísir/Valli „Þetta var stórt kjaftshögg. Svona er boltinn. Það er gaman þegar vel gengur og svo færðu á kjaftinn þegar þú ferð fram úr þér,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir 4-0 tap fyrir Fjölni í kvöld. Fylkir hafði fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Hermanns en fékk á baukinn á heimavelli í kvöld. „Ef þú vinnur ekki grunnvinnuna þá verður þér refsað fyrir það. Við vorum að gaufast með boltann og leyfðum þeim að pressa okkur. Við héldum að við værum aðeins betri í fótbolta en við erum og gefum þeim möguleika á að pressa okkur.“ Fylkir lenti snemma undir og var staðan í raun orðin 2-0 áður en heimamenn vissu af. „Eftir þetta fyrsta kjaftshögg þá erum við að vinna okkur inn í leikinn og þá kemur næsta kjaftshögg sem er aftur gauf, hálfkák og aulagangur. Þér verður refsað fyrir það. „Við skjótum okkur sjálfa í fótinn þegar við erum að vinna okkur út úr þessu. Þá er þetta hrikaleg brekka. Ef þú droppar frá einhverjum reglum sem eru settar inn í liðið þitt og grunn sem þú ert að vinna út frá af því að það eru komin einhver stig. Þá getur þú gleymt þessu,“ sagði allt annað en sáttur Hermann. Í fyrstu leikjum Fylkis undir stjórn Hermanns gat liðið setið til baka og sótt hratt. Í kvöld þurfti liðið að stjórna spilinu en Hermann sagði það ekki hafa verið ástæðu tapsins. „Það tekur tíma að byggja þetta upp. Við vorum með boltann meira og minna í þessum leik en þegar þú lendir fljótt 2-0 undir þá verður þetta óttalegur rembingur. Þú tekur fleiri sénsa og annað slíkt. Við þurfum að læra fyrst að þar sem fótboltinn byrjar er að gefa ekki mörk, setja þau á silfurföt, pakka þeim inn og henda inn í klefa hjá þeim. Þú getur gleymt því að þú ætlir að vinna eitthvað svoleiðis. „Þetta var ekki góður leikur. Þegar þú færð svona kjaftshögg og ert með svona gjafir þá missir þú trúna á verkefninu í heildina og það er eins og það er,“ sagði Hermann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. 26. júlí 2015 00:01 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
„Þetta var stórt kjaftshögg. Svona er boltinn. Það er gaman þegar vel gengur og svo færðu á kjaftinn þegar þú ferð fram úr þér,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir 4-0 tap fyrir Fjölni í kvöld. Fylkir hafði fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Hermanns en fékk á baukinn á heimavelli í kvöld. „Ef þú vinnur ekki grunnvinnuna þá verður þér refsað fyrir það. Við vorum að gaufast með boltann og leyfðum þeim að pressa okkur. Við héldum að við værum aðeins betri í fótbolta en við erum og gefum þeim möguleika á að pressa okkur.“ Fylkir lenti snemma undir og var staðan í raun orðin 2-0 áður en heimamenn vissu af. „Eftir þetta fyrsta kjaftshögg þá erum við að vinna okkur inn í leikinn og þá kemur næsta kjaftshögg sem er aftur gauf, hálfkák og aulagangur. Þér verður refsað fyrir það. „Við skjótum okkur sjálfa í fótinn þegar við erum að vinna okkur út úr þessu. Þá er þetta hrikaleg brekka. Ef þú droppar frá einhverjum reglum sem eru settar inn í liðið þitt og grunn sem þú ert að vinna út frá af því að það eru komin einhver stig. Þá getur þú gleymt þessu,“ sagði allt annað en sáttur Hermann. Í fyrstu leikjum Fylkis undir stjórn Hermanns gat liðið setið til baka og sótt hratt. Í kvöld þurfti liðið að stjórna spilinu en Hermann sagði það ekki hafa verið ástæðu tapsins. „Það tekur tíma að byggja þetta upp. Við vorum með boltann meira og minna í þessum leik en þegar þú lendir fljótt 2-0 undir þá verður þetta óttalegur rembingur. Þú tekur fleiri sénsa og annað slíkt. Við þurfum að læra fyrst að þar sem fótboltinn byrjar er að gefa ekki mörk, setja þau á silfurföt, pakka þeim inn og henda inn í klefa hjá þeim. Þú getur gleymt því að þú ætlir að vinna eitthvað svoleiðis. „Þetta var ekki góður leikur. Þegar þú færð svona kjaftshögg og ert með svona gjafir þá missir þú trúna á verkefninu í heildina og það er eins og það er,“ sagði Hermann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. 26. júlí 2015 00:01 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 0-4 | Sjáðu ótrúlegt mark Fjölnis Fjölnir lagði Fylki 4-0 í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld í Árbænum. Fjölnir var 3-0 yfir í hálfleik. 26. júlí 2015 00:01