GSÍ biður Björgvin og Kára afsökunar 28. júlí 2015 16:01 Björgvin Þorsteinsson. vísir/GVA Golfsamband Íslands, GSÍ, sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja kylfinga sem hafa verið talsvert í umræðunni síðustu mánuði. Fyrst fékk Kári Hinriksson ekki undanþágu til þess að nota golfbíl í móti á Eimskipsmótaröðinni. Kári var í krabbameinsmeðferð og óskaði því eftir undanþágunni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Björgvin Þorsteinsson fór fram á sömu undanþágu á Íslandsmótinu um síðustu helgi en hans beiðni var líka synjað. Björgvin var í krabbameinsmeðferð rétt eins og Kári. Hann er 62 ára gamall og var að keppa á Íslandsmótinu 52. árið í röð. Hann þurfti að hætta keppni eftir sex holur. Þessar synjanir hafa verið afar umdeildar út í samfélaginu svo ekki sé nú meira sagt.Sjá einnig: Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Í yfirlýsingu GSÍ í dag kemur fram að reglur um notkun golfbíla séu ekki nógu skýrar. Reglurnar verða því teknar til endurskoðunar til að koma í veg fyrir mögulegt ósamræmi við túlkun þeirra í framtíðinni. GSÍ hefur beðið þá Björgvin og Kára afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér.Yfirlýsing GSÍ:Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu.Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum. Í keppnisskilmálum Íslandsmótsins er gert ráð fyrir því að veita megi keppendum heimild til notkunar golfbíla.Undantekningarskilyrðin eru þó ekki tiltekin sérstaklega og því undir mótsstjórn hvers móts komið hvort hún samþykkir beiðnir eða hafnar þeim. Beiðnum kylfinga um notkun golfbíla á efsta keppnisstigi hefur ávallt verið synjað þótt þær hafi stöku sinnum verið samþykktar í öðrum mótum á vegum golfsambandsins.Þar sem reglur um notkun golfbíla eru ekki skýrari en raun ber vitni telur Golfsamband Íslands rétt að taka þær til endurskoðunar svo koma megi í veg fyrir hugsanlegt ósamræmi við túlkun þeirra. Reglur, bæði fyrir golfmót og almennar reglur golfíþróttarinnar, eiga að vera skýrar og afdráttarlausar enda fela þær í sér leiðbeiningar fyrir mótsstjórnir, keppendur og almenna iðkendur golfíþróttarinnar.Golfsamband Íslands hefur beðið framangreinda kylfinga afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér. Reykjavík, 28. júlí 2015.Haukur Örn BirgissonForseti Golfsambands Íslands Golf Tengdar fréttir GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Golfsamband Íslands, GSÍ, sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja kylfinga sem hafa verið talsvert í umræðunni síðustu mánuði. Fyrst fékk Kári Hinriksson ekki undanþágu til þess að nota golfbíl í móti á Eimskipsmótaröðinni. Kári var í krabbameinsmeðferð og óskaði því eftir undanþágunni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Björgvin Þorsteinsson fór fram á sömu undanþágu á Íslandsmótinu um síðustu helgi en hans beiðni var líka synjað. Björgvin var í krabbameinsmeðferð rétt eins og Kári. Hann er 62 ára gamall og var að keppa á Íslandsmótinu 52. árið í röð. Hann þurfti að hætta keppni eftir sex holur. Þessar synjanir hafa verið afar umdeildar út í samfélaginu svo ekki sé nú meira sagt.Sjá einnig: Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Í yfirlýsingu GSÍ í dag kemur fram að reglur um notkun golfbíla séu ekki nógu skýrar. Reglurnar verða því teknar til endurskoðunar til að koma í veg fyrir mögulegt ósamræmi við túlkun þeirra í framtíðinni. GSÍ hefur beðið þá Björgvin og Kára afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér.Yfirlýsing GSÍ:Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu.Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum. Í keppnisskilmálum Íslandsmótsins er gert ráð fyrir því að veita megi keppendum heimild til notkunar golfbíla.Undantekningarskilyrðin eru þó ekki tiltekin sérstaklega og því undir mótsstjórn hvers móts komið hvort hún samþykkir beiðnir eða hafnar þeim. Beiðnum kylfinga um notkun golfbíla á efsta keppnisstigi hefur ávallt verið synjað þótt þær hafi stöku sinnum verið samþykktar í öðrum mótum á vegum golfsambandsins.Þar sem reglur um notkun golfbíla eru ekki skýrari en raun ber vitni telur Golfsamband Íslands rétt að taka þær til endurskoðunar svo koma megi í veg fyrir hugsanlegt ósamræmi við túlkun þeirra. Reglur, bæði fyrir golfmót og almennar reglur golfíþróttarinnar, eiga að vera skýrar og afdráttarlausar enda fela þær í sér leiðbeiningar fyrir mótsstjórnir, keppendur og almenna iðkendur golfíþróttarinnar.Golfsamband Íslands hefur beðið framangreinda kylfinga afsökunar á þeim afleiðingum sem þessar óskýru reglur höfðu í för með sér. Reykjavík, 28. júlí 2015.Haukur Örn BirgissonForseti Golfsambands Íslands
Golf Tengdar fréttir GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00 Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
GSÍ um Björgvin: Golfbílar veita forskot Björgvin Þorsteinsson vildi fá að nota golfbíl á Íslandsmótinu þar sem hann er nú í krabbameinsmeðferð. GSÍ hafnaði beiðni hans. 23. júlí 2015 15:00
Björgvin hætti keppni eftir sex holur Krabbameinsveikur sexfaldur Íslandsmeistari hætti keppni á fyrri hluta fyrsta dags Íslandsmótsins í golfi. 23. júlí 2015 13:00