Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 15:00 Elín Hirst er ekki ein um að gagnrýna áætlanir Landsbankans. Vísir/daníel Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn, meðan „það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala.“ Þingmaðurinn fjallar um byggingu höfuðstöðvanna í pistli sem hún birti á bloggsíðu sinni en mikil umræða hefur skapast um fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn. Vísir greindi frá andstöðu sjónvarpsmannsins Ómars Ragnarssonar í gær. Hann tók í sama streng og Elín á vefsíðu sinni; gagnrýndi Landsbankann fyrir að hafna ódýrari lóðum en þá sem hann valdi í hjarta miðborgarinnar og sagði bygginguna vera bruðl á almannafé, en Landsbankinn er í 97,9 prósent eigu íslenska ríkisins. Greint var frá áætlunum bankans nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Elín segir skiljanlegt að óformin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum. „Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri virðingu fyrir starfsemi Landsbankans að vera margfalt ofar á forgangslistanum, þá finnst mér vera út í hött að verið sé að ræða þessa hluti yfirleitt, hvað þá á dýrasta stað í bænum,“ segir Elín. Hún segir bankastarfsemi ekki þurfa dýran umbúnað og bætir um betur með því að segja hann í raun „móðgun við viðskiptavinina“ – „sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld,“ bætir hún við. Hún óskar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði, „þar sem svo kallað ,,overhead“ er í lámarki en aðaláherslan lögð á traust og góð greiðslukjör fyrir viðskiptavininn. Slíkur banki myndi sópa að sér viðskiptum,“ segir stjórnarþingmaðurinn Elín Hirst. Tengdar fréttir Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn, meðan „það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala.“ Þingmaðurinn fjallar um byggingu höfuðstöðvanna í pistli sem hún birti á bloggsíðu sinni en mikil umræða hefur skapast um fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn. Vísir greindi frá andstöðu sjónvarpsmannsins Ómars Ragnarssonar í gær. Hann tók í sama streng og Elín á vefsíðu sinni; gagnrýndi Landsbankann fyrir að hafna ódýrari lóðum en þá sem hann valdi í hjarta miðborgarinnar og sagði bygginguna vera bruðl á almannafé, en Landsbankinn er í 97,9 prósent eigu íslenska ríkisins. Greint var frá áætlunum bankans nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Elín segir skiljanlegt að óformin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum. „Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri virðingu fyrir starfsemi Landsbankans að vera margfalt ofar á forgangslistanum, þá finnst mér vera út í hött að verið sé að ræða þessa hluti yfirleitt, hvað þá á dýrasta stað í bænum,“ segir Elín. Hún segir bankastarfsemi ekki þurfa dýran umbúnað og bætir um betur með því að segja hann í raun „móðgun við viðskiptavinina“ – „sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld,“ bætir hún við. Hún óskar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði, „þar sem svo kallað ,,overhead“ er í lámarki en aðaláherslan lögð á traust og góð greiðslukjör fyrir viðskiptavininn. Slíkur banki myndi sópa að sér viðskiptum,“ segir stjórnarþingmaðurinn Elín Hirst.
Tengdar fréttir Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18