Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2015 18:30 Nokkur mansalsmál eru til skoðunar og rannsóknar hjá lögregluembættum landsins. Í einu þeirra eru mögulegir þolendur um tuttugu talsins. Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mansalsmál erfið rannsóknar. „Því miður eru alltaf einhver og það eru nokkur til rannsóknar núna. Öll mansalsmál eru umfangsmikil og mjög flókin í rannsókn og sérstaklega þar sem við erum með mjög viðkvæma brotaþola.“ Aðeins þrír dómar hafa fallið, tveir sýknudómar og einn sakfellingardómur. Dómarnir féllu allir á árunum 2009–2010 og því hefur lítið áunnist síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um þrjátíu á undanförnum þremur árum. Vakni rökstuddur grunur um mansal er málið rannsakað. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir að eitt þessara mansalsmála sé til rannsóknar hjá embættinu, það varði starfsfólk sem starfaði í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Rannsóknin er að hans sögn á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það sé enn í rannsókn. Málið kom fyrst upp árið 2013. Pólskættaður verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík mun hafa rukkað hvern þann Pólverja sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Samkvæmt heimildum frá lögreglu hefur sérfræðingur í mansalsmálum frá Suðurnesjum aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins og reynt að varpa ljósi á hvort það sé brotið gegn mansalsákvæði laganna eða hvort um einhvers konar fjársvik sé að ræða. Mansal í Vík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Nokkur mansalsmál eru til skoðunar og rannsóknar hjá lögregluembættum landsins. Í einu þeirra eru mögulegir þolendur um tuttugu talsins. Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mansalsmál erfið rannsóknar. „Því miður eru alltaf einhver og það eru nokkur til rannsóknar núna. Öll mansalsmál eru umfangsmikil og mjög flókin í rannsókn og sérstaklega þar sem við erum með mjög viðkvæma brotaþola.“ Aðeins þrír dómar hafa fallið, tveir sýknudómar og einn sakfellingardómur. Dómarnir féllu allir á árunum 2009–2010 og því hefur lítið áunnist síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um þrjátíu á undanförnum þremur árum. Vakni rökstuddur grunur um mansal er málið rannsakað. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir að eitt þessara mansalsmála sé til rannsóknar hjá embættinu, það varði starfsfólk sem starfaði í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Rannsóknin er að hans sögn á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það sé enn í rannsókn. Málið kom fyrst upp árið 2013. Pólskættaður verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík mun hafa rukkað hvern þann Pólverja sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Samkvæmt heimildum frá lögreglu hefur sérfræðingur í mansalsmálum frá Suðurnesjum aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins og reynt að varpa ljósi á hvort það sé brotið gegn mansalsákvæði laganna eða hvort um einhvers konar fjársvik sé að ræða.
Mansal í Vík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira