Tiger bjartsýnn fyrir Opna breska 15. júlí 2015 09:00 Tiger undirbýr æfingu á St. Andrews í gær. Getty Tiger Woods er bjartsýnn á gott gengi á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Tiger hefur góðar minningar af þessum sögufræga velli en hann sigraði á honum á Opna breska árið 2000 og 2005. „Mér finnst ég vera að sveifla kylfunni betur þessa dagana,“ sagði Tiger við fréttamenn eftir æfingahring í gær. „Líkaminn á mér hefur jafnað sig alveg eftir aðgerðina sem ég fór í á síðasta ári og það tók aðeins lengri tíma en ég hélt en þessa dagana er ég að komast í mitt besta form. Ég er hérna til þess að reyna að berjast um titilinn enda elska ég þennan golfvöll.“ Tiger leikur með Louis Oosthuizen og Jason Day fyrstu tvo dagana á Opna breska en Jordan Spieth, sem hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, leikur með Hideki Matsuyama og Dustin Johnson. Johnson var grátlega nálægt því að sigra á US Open sem fram fór í síðasta mánuði á Chambers Bay en hann þrípúttaði á 18. flöt og færði því Spieth sigurinn á silfurfati. Hann segir að það trufli hann ekki neitt að leika með Spieth á nýjan leik. „Það var sárt að missa þetta svona niður en svona er bara golfið. Ég sé ekki eftir neinu og reyni bara að læra af mistökunum. Núna er ég bara að hugsa um St. Andrews sem er völlur sem mig hlakkar mikið til þess að spila.“ Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en bein útsending hefst klukkan átta um morguninn. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods er bjartsýnn á gott gengi á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Tiger hefur góðar minningar af þessum sögufræga velli en hann sigraði á honum á Opna breska árið 2000 og 2005. „Mér finnst ég vera að sveifla kylfunni betur þessa dagana,“ sagði Tiger við fréttamenn eftir æfingahring í gær. „Líkaminn á mér hefur jafnað sig alveg eftir aðgerðina sem ég fór í á síðasta ári og það tók aðeins lengri tíma en ég hélt en þessa dagana er ég að komast í mitt besta form. Ég er hérna til þess að reyna að berjast um titilinn enda elska ég þennan golfvöll.“ Tiger leikur með Louis Oosthuizen og Jason Day fyrstu tvo dagana á Opna breska en Jordan Spieth, sem hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, leikur með Hideki Matsuyama og Dustin Johnson. Johnson var grátlega nálægt því að sigra á US Open sem fram fór í síðasta mánuði á Chambers Bay en hann þrípúttaði á 18. flöt og færði því Spieth sigurinn á silfurfati. Hann segir að það trufli hann ekki neitt að leika með Spieth á nýjan leik. „Það var sárt að missa þetta svona niður en svona er bara golfið. Ég sé ekki eftir neinu og reyni bara að læra af mistökunum. Núna er ég bara að hugsa um St. Andrews sem er völlur sem mig hlakkar mikið til þess að spila.“ Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en bein útsending hefst klukkan átta um morguninn.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira