Nýjar myndir rata í dagsljósið af Nicolas Cage máta Superman-búning Birgir Olgeirsson skrifar 6. júlí 2015 20:27 Hér má sjá Nicolas Cage máta Superman-búninginn. Á tíunda áratug síðustu aldar var Nicolas Cage einn heitasti leikari Hollywood og TimBurton einn mest spennandi leikstjórinn. Burton hafði á þeim tíma hug á að gera Superman-mynd þar sem Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage átti að fara með hlutverk ofurmennisins. Myndin gekk undir vinnuheitinu SupermanLives en varð aldrei að veruleika. Óneitanlega hefðu margir viljað sjá hvernig ofurmenninu hefði vegnað í höndum Burtons og Cage en nú er á leiðinni í kvikmyndahús heimildarmyndin TheDeath of SupermanLives sem reynir að varpa ljósi á hvers vegna þessi mynd varð ekki að veruleika.Nú hefur verið gefin út klippa úr þessari heimildarmynd þar sem Cage sést máta nýja Superman-búninginn á meðan Burton fylgist með en þessi klippa hefur kitlað forvitnistaugar aðdáenda ofurhetjumyndasagna. Hægt er að sjá klippuna hér. Margar sögur hafa verið sagðar af gerð þessarar myndar sem aldrei var kláruð. Meðal þeirra er leikstjórinn og Íslandsvinurinn KevinSmith sem var fenginn af kvikmyndafyrirtækinu Warner bros. til að skrifa handrit myndarinnar. Fyrir þá sem ekki hafa heyrt þá sögu nú þegar má heyra hana í spilaranum hér fyrir neðan en hún veitir afar forvitnilega sýn á bransann í Hollywood.Seinni hluta sögunnar má sjá hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Á tíunda áratug síðustu aldar var Nicolas Cage einn heitasti leikari Hollywood og TimBurton einn mest spennandi leikstjórinn. Burton hafði á þeim tíma hug á að gera Superman-mynd þar sem Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage átti að fara með hlutverk ofurmennisins. Myndin gekk undir vinnuheitinu SupermanLives en varð aldrei að veruleika. Óneitanlega hefðu margir viljað sjá hvernig ofurmenninu hefði vegnað í höndum Burtons og Cage en nú er á leiðinni í kvikmyndahús heimildarmyndin TheDeath of SupermanLives sem reynir að varpa ljósi á hvers vegna þessi mynd varð ekki að veruleika.Nú hefur verið gefin út klippa úr þessari heimildarmynd þar sem Cage sést máta nýja Superman-búninginn á meðan Burton fylgist með en þessi klippa hefur kitlað forvitnistaugar aðdáenda ofurhetjumyndasagna. Hægt er að sjá klippuna hér. Margar sögur hafa verið sagðar af gerð þessarar myndar sem aldrei var kláruð. Meðal þeirra er leikstjórinn og Íslandsvinurinn KevinSmith sem var fenginn af kvikmyndafyrirtækinu Warner bros. til að skrifa handrit myndarinnar. Fyrir þá sem ekki hafa heyrt þá sögu nú þegar má heyra hana í spilaranum hér fyrir neðan en hún veitir afar forvitnilega sýn á bransann í Hollywood.Seinni hluta sögunnar má sjá hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira