Úlfar: Strákarnir ætla að endurheimta sæti sitt í fyrstu deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 19:00 Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, kynnti á blaðamannafundi í dag landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsliðs í Póllandi í næsta mánuði. „alið er alltaf erfitt. Samkeppnin er mikil og hún er að aukast sem er jákvætt,“ sagði Úlfar í samtali við íþróttadeild í dag. „Það voru svona átta til níu sem gerðu tilkall til sætanna sex í hverju liði. Þau komu alveg til greina fram að síðasta móti.“ Landsliðsþjálfarinn vill að karlaliðið komist aftur upp um deild. „Karlalandsliðið er að fara að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Þeir þurfa að enda á meðal þriggja efstu og ég hef fulla trú á því að það gerist. Þarna keppa tíu lið og ég tel okkur vera með eitt af þremur bestu liðunum,“ sagði Úlfar, en það verður ekki auðvelt. „Þetta er öðruvísi fyrirkomulag núna. Fyrst er leikinn höggleikur og svo holukeppni og tvær umferðir á dag. Menn vita að það getur allt gerst í holukeppninni.“ Völlurinn sem keppt er á í Póllandi er sá næst lengsti í Evrópu. Hann er 7.100 metrar. Lengsti völlurinn á Íslandi af öftustu teigum er ekki nema 6.100 metrar. „Þeir eru allir vanir löngum völlum eins og t.a.m. í háskólagolfinu. Þar eru vellirnir um 6.600-6.700 metrar,“ sagði Úlfar, sem er ánægður með framfarir í golfinu á undanförnum árum. „Við höfum sýnt fram á það að við erum að bæta okkur heilmikið en samkeppnin er alltaf að aukast. Hinar þjóðirnar eru líka að bæta sig. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og bæta aðstöðuna því efniviðurinn er til staðar. Við þurfum að halda áfram að hvetja okkar fólk til að leggja hart að sér,“ sagði Úlfar Jónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, kynnti á blaðamannafundi í dag landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsliðs í Póllandi í næsta mánuði. „alið er alltaf erfitt. Samkeppnin er mikil og hún er að aukast sem er jákvætt,“ sagði Úlfar í samtali við íþróttadeild í dag. „Það voru svona átta til níu sem gerðu tilkall til sætanna sex í hverju liði. Þau komu alveg til greina fram að síðasta móti.“ Landsliðsþjálfarinn vill að karlaliðið komist aftur upp um deild. „Karlalandsliðið er að fara að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Þeir þurfa að enda á meðal þriggja efstu og ég hef fulla trú á því að það gerist. Þarna keppa tíu lið og ég tel okkur vera með eitt af þremur bestu liðunum,“ sagði Úlfar, en það verður ekki auðvelt. „Þetta er öðruvísi fyrirkomulag núna. Fyrst er leikinn höggleikur og svo holukeppni og tvær umferðir á dag. Menn vita að það getur allt gerst í holukeppninni.“ Völlurinn sem keppt er á í Póllandi er sá næst lengsti í Evrópu. Hann er 7.100 metrar. Lengsti völlurinn á Íslandi af öftustu teigum er ekki nema 6.100 metrar. „Þeir eru allir vanir löngum völlum eins og t.a.m. í háskólagolfinu. Þar eru vellirnir um 6.600-6.700 metrar,“ sagði Úlfar, sem er ánægður með framfarir í golfinu á undanförnum árum. „Við höfum sýnt fram á það að við erum að bæta okkur heilmikið en samkeppnin er alltaf að aukast. Hinar þjóðirnar eru líka að bæta sig. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og bæta aðstöðuna því efniviðurinn er til staðar. Við þurfum að halda áfram að hvetja okkar fólk til að leggja hart að sér,“ sagði Úlfar Jónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira