Rúmenía og Wales í efsta styrkleikaflokki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 10:38 Gareth Bale. Vísir/Getty Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira