Rúmenía og Wales í efsta styrkleikaflokki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 10:38 Gareth Bale. Vísir/Getty Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Þó svo að næsti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verði ekki gefinn út fyrr en 9. júlí er búið að reikna út að sigur Íslands á Tékklandi tryggir okkar mönnum sæti í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni HM 2018. Það er ótrúleg breyting á skömmum tíma því þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2014 var Ísland í sjötta styrkleikaflokki með liðum á borð við Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og San Marínó. Nú er hins vegar ljóst að Ísland sleppur við að lenda í riðli með sterkum liðum á borð við Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörku og annað hvort Króatíu eða Ítalíu. En öskubuskasaga íslenska landsliðsins er þó ekki eina dæmið um hversu fljótt hlutirnir breytast í knattspyrnunni. Wales var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014 en verður í þeim efsta þegar dregið verður í riðla fyrir HM 2018 í næsta mánuði. Gareth Bale tryggði Wales sigur á Belgíu á föstudag en Belgar eru í öðru sæti á núverandi styrkleikalista FIFA. Það eru aðeins fjögur ár síðan að Wales var í 117. sæti listans en með sigrinum er reiknað með því að Wales verði í sjöunda sæti í næstu útgáfu. Rúmenía var öruggt með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir leiki helgarinnar en liðið hefur náð frábærum árangri í F-riðli þar sem það trónir ósigrað á toppnum. Dale Johnson, blaðamaður ESPN, hefur reiknað út stigagjöfina fyrir styrkleikalista FIFA og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi lið verði í efsta styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 1: Germany, Belgium, Netherlands, Romania, England, Wales, Portugal, Spain, Croatia/Italy — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015 Sigur Íslands á Tékklandi á föstudag tryggði svo að strákarnir okkar rjúka upp FIFA-listann á nýjan leik og verða þeir þá í öðrum styrkleikaflokki:UEFA World Cup qualifying pot 2: Croatia/Italy, Slovakia, Austria, Switzerland, Czech Republic, France, Iceland, Denmark, Bosnia-Herzegovina — Dale Johnson (@dalejohnsonESPN) June 14, 2015Eins og sjá má á enn eftir að koma í ljós hvort að Króatía eða Ítalía verður í efsta styrkleikaflokki. Það ræðst annað kvöld þegar Ítalía mætir Portúgal. Ítalir verða í efsta flokki með sigri, annars Króatía. Það má svo sjá að það eru mörg afar sterk lið í þriðja styrkleikaflokki en athygli vekur einnig að Færeyingar komu sér alla leið upp í fjórða styrkleikaflokk með sigrinum á Grikklandi um helgina, sem er magnað afrek. Færeyjar verða þar í flokki með löndum eins og Írlandi, Noregi, Tyrklandi og Slóveníu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira