Þrír Íslendingar eiga möguleika á að komast inn á þrjú risamót í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 16:15 Guðmundur Ágúst Kristjánsson á mótinu. Vísir/Getty Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi. Andri Þór Björnsson (GR) sigraði Jeremy Paul frá Þýslalandi, 2/1. Gísli Sveinbergsson (GK) sigraði Ben Wheeler frá Englandi, 4/3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) sigraði Christoffer Bring frá Danmörku 2/1. Í 32 manna úrslitum á fimmtudaginn mæta íslensku kylfingarnir eftifarandi mótherjum: Andri Þór mætir Michel Cea frá Ítalíu, Gísli mætir Skotanum Grant Forrest og Guðmundur Ágúst mætir Mateusz Gradecki frá Póllandi. Það er að miklu að keppa á þessu móti þar sem að sigurvegarinn fær keppnisrétt á sjálfu Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki fær sigurvegarinn keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Oakmont Country vellinum á næsta ári, og sjálfu Mastersmótinu á Augusta á næsta ári. Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í 8 manna úrslit á þessu móti – sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu sögufræga móti. Árangur íslensku keppendanna er ótrúlega góður þar sem að tæplega 300 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í holukeppnina sem tók við eftir 36 holu höggleik. Opna breska áhugamannamótið fer fram að þessu sinni í Skotlandi en mótið fer fram á tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Alls tóku sjö íslenskir kylfingar þátt en alls tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Sveinbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR náðu allir að komast í hóp 64 efstu og þeir eiga enn möguleika á að komast inn á stóra sviðið á risamótunum þremur. Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku keppendunum en hann endaði í þriðja sæti á - 5 (71-66), Gísli og Andri voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti. Aron Júlíusson, GKG, (72-72) +2 Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6 Rúnar Arnórsson, GK, GK (77-72) +7 Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) + 17 Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi. Andri Þór Björnsson (GR) sigraði Jeremy Paul frá Þýslalandi, 2/1. Gísli Sveinbergsson (GK) sigraði Ben Wheeler frá Englandi, 4/3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) sigraði Christoffer Bring frá Danmörku 2/1. Í 32 manna úrslitum á fimmtudaginn mæta íslensku kylfingarnir eftifarandi mótherjum: Andri Þór mætir Michel Cea frá Ítalíu, Gísli mætir Skotanum Grant Forrest og Guðmundur Ágúst mætir Mateusz Gradecki frá Póllandi. Það er að miklu að keppa á þessu móti þar sem að sigurvegarinn fær keppnisrétt á sjálfu Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki fær sigurvegarinn keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Oakmont Country vellinum á næsta ári, og sjálfu Mastersmótinu á Augusta á næsta ári. Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í 8 manna úrslit á þessu móti – sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu sögufræga móti. Árangur íslensku keppendanna er ótrúlega góður þar sem að tæplega 300 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í holukeppnina sem tók við eftir 36 holu höggleik. Opna breska áhugamannamótið fer fram að þessu sinni í Skotlandi en mótið fer fram á tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Alls tóku sjö íslenskir kylfingar þátt en alls tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Sveinbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR náðu allir að komast í hóp 64 efstu og þeir eiga enn möguleika á að komast inn á stóra sviðið á risamótunum þremur. Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku keppendunum en hann endaði í þriðja sæti á - 5 (71-66), Gísli og Andri voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti. Aron Júlíusson, GKG, (72-72) +2 Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6 Rúnar Arnórsson, GK, GK (77-72) +7 Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) + 17
Golf Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira