Nauðgun á Ísafirði: Þarf að sitja inni í þrjá mánuði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2015 17:31 Hæstiréttur var fjölskipaður í málinu vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóm Vestfjarða um að 21 árs karlmaður, Alexander Theódórsson, skuli sæta tveggja ára fangelsi fyrir að nýta sér ölvun og svefndrunga stúlku til að hafa við hana samræði. Fullnustu 21 mánaðar af refsingunni skal frestað og fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár. Að auki var honum gert að greiða stúlkunni 800.000 krónur í bætur og standa straum af öllum sakarkostnaði málsins. Atvikið átti sér stað að nóttu til en brotaþoli og dæmdi voru gestir á rokkhátðiðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði í apríl 2012. Maðurinn var á nítjánda aldursári. Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar. Brotaþoli man óljóst eftir atvikum sökum ölvunar en segir að henni hafi verið fylgt heim. Þar hafi hún kastað upp en síðan farið að sofa. Hún vaknaði við að maðurinn var kominn til hennar en man ekki eftir að hafa sofið hjá honum. Hins vegar hafi hún fundið það greinilega á kynfærum sínum að samfarir hafi átt sér stað. Einnig mundi hún eftir því að hafa rumskað við sér og séð Alexander standa við hurðina inn í herbergið, þar sem glæpurinn átti sér stað, og klæða sig þar í föt. Vitni, E, segir að um morgunin hafi hún ætlað að líta inn í herbergið þar sem Alexander og brotaþoli sváfu. Hurðinni inn í herbergið hafi þá verið haldið lokaðri og greinilegt var að einhver var að klæða sig. Þegar hún komst inn í herbergið sá hún brotaþola liggja upp í rúmi nakinn að neðan. Þurfti E að slá hana utanundir til að vekja hana og sagði hún E hvað hafði átt sér stað.„Hún var aldrei brennivínsdauð“ „Hún var bara svo full að hún, þú veist hún var mjög full. Var samt vakandi sko,“ sagði Alexander meðal annars við yfirheyrslur hjá lögreglu. Síðan sagði hann: „Þetta var bara eitthvað í nokkrar mínútur eða eitthvað. Ég man það ekki. Og svo þarna svo hætti ég bara út af hún var, ég sá bara, fattaði bara hvað hún var full.“ Fyrir dómi bætti hann við að hann hefði haldið að hún hafi verið „alveg ókey með þetta en síðan ætlaði hún að kæra mig, mér fannst það bara mjög skrýtið. Og eins og ég hef sagt áðan, þá var hún aldrei brennivínsdauð...“Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, kemur fram að hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að brotaþoli hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með Alexander og jafnframt að Alexander hafi mátt það vera ljóst. Framburður vitna og brotaþola fyrir lögreglu og dómi hafi verið sá sami meðan Alexander hafi verið tvísaga í framburði sínum. Héraðsdómurinn var kveðinn upp síðla í nóvember síðasta árs. Í apríl 2012 hafði Alexander verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir þjófnað en refsingu frestað héldi hann skilorð í tvö ár. Í janúar 2013 gerðist hann sekur um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og var svipur ökuréttindum í júlí sama ár. Í október var hann tekinn fyrir þjófnað á nýjan leik og í júlí í var hann tekinn fyrir of hraðan akstur án þess að vera með ökuleyfi. Voru framangreind brot metin honum til refsiþyngingar í máli þessu en ungur aldur var metinn til refsimildingar. Rannsókn málsins hófst í kjölfar brotsins en var hætt í maí 2013. Sú ákvörðun var felld úr gildi í júlí sama ár. Rúmlega tvö ár liðu frá því að rannsókn hófst þar til að ákæra var gefin út. Varð þessi dráttur á málarekstri til þess að 21 mánuður af 24 mánaða refsingu er skilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15. desember 2014 11:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóm Vestfjarða um að 21 árs karlmaður, Alexander Theódórsson, skuli sæta tveggja ára fangelsi fyrir að nýta sér ölvun og svefndrunga stúlku til að hafa við hana samræði. Fullnustu 21 mánaðar af refsingunni skal frestað og fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár. Að auki var honum gert að greiða stúlkunni 800.000 krónur í bætur og standa straum af öllum sakarkostnaði málsins. Atvikið átti sér stað að nóttu til en brotaþoli og dæmdi voru gestir á rokkhátðiðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði í apríl 2012. Maðurinn var á nítjánda aldursári. Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar. Brotaþoli man óljóst eftir atvikum sökum ölvunar en segir að henni hafi verið fylgt heim. Þar hafi hún kastað upp en síðan farið að sofa. Hún vaknaði við að maðurinn var kominn til hennar en man ekki eftir að hafa sofið hjá honum. Hins vegar hafi hún fundið það greinilega á kynfærum sínum að samfarir hafi átt sér stað. Einnig mundi hún eftir því að hafa rumskað við sér og séð Alexander standa við hurðina inn í herbergið, þar sem glæpurinn átti sér stað, og klæða sig þar í föt. Vitni, E, segir að um morgunin hafi hún ætlað að líta inn í herbergið þar sem Alexander og brotaþoli sváfu. Hurðinni inn í herbergið hafi þá verið haldið lokaðri og greinilegt var að einhver var að klæða sig. Þegar hún komst inn í herbergið sá hún brotaþola liggja upp í rúmi nakinn að neðan. Þurfti E að slá hana utanundir til að vekja hana og sagði hún E hvað hafði átt sér stað.„Hún var aldrei brennivínsdauð“ „Hún var bara svo full að hún, þú veist hún var mjög full. Var samt vakandi sko,“ sagði Alexander meðal annars við yfirheyrslur hjá lögreglu. Síðan sagði hann: „Þetta var bara eitthvað í nokkrar mínútur eða eitthvað. Ég man það ekki. Og svo þarna svo hætti ég bara út af hún var, ég sá bara, fattaði bara hvað hún var full.“ Fyrir dómi bætti hann við að hann hefði haldið að hún hafi verið „alveg ókey með þetta en síðan ætlaði hún að kæra mig, mér fannst það bara mjög skrýtið. Og eins og ég hef sagt áðan, þá var hún aldrei brennivínsdauð...“Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, kemur fram að hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að brotaþoli hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með Alexander og jafnframt að Alexander hafi mátt það vera ljóst. Framburður vitna og brotaþola fyrir lögreglu og dómi hafi verið sá sami meðan Alexander hafi verið tvísaga í framburði sínum. Héraðsdómurinn var kveðinn upp síðla í nóvember síðasta árs. Í apríl 2012 hafði Alexander verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir þjófnað en refsingu frestað héldi hann skilorð í tvö ár. Í janúar 2013 gerðist hann sekur um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og var svipur ökuréttindum í júlí sama ár. Í október var hann tekinn fyrir þjófnað á nýjan leik og í júlí í var hann tekinn fyrir of hraðan akstur án þess að vera með ökuleyfi. Voru framangreind brot metin honum til refsiþyngingar í máli þessu en ungur aldur var metinn til refsimildingar. Rannsókn málsins hófst í kjölfar brotsins en var hætt í maí 2013. Sú ákvörðun var felld úr gildi í júlí sama ár. Rúmlega tvö ár liðu frá því að rannsókn hófst þar til að ákæra var gefin út. Varð þessi dráttur á málarekstri til þess að 21 mánuður af 24 mánaða refsingu er skilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15. desember 2014 11:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15. desember 2014 11:28