Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 11:49 Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad. vísir/valli Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands, var léttur í bragði þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalnum í morgun. Fyrir höndum er mikilvægur leikur gegn Tékklandi á föstudagskvöldið í undankeppni EM 2016, en þrjú stig þar færir strákana okkar nær Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. „Brjálæðið er að byrja og það er gaman að taka þátt í þessu. Maður er í fótbolta fyrir svona vikur og svona leiki,“ segir Alfreð við Vísi.Vildi meira hjá Real Alfreð er nýbúinn að klára sína fyrstu leiktíð með Real Sociedad á Spáni. Þar var hann mikið á bekknum, en framherjinn spilaði í heildina 25 deildarleiki og skoraði tvö mörk. Hann var aðeins sex sinnum í byrjunarliðinu. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál. Ég náttúrlega lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann,“ segir Alfreð. „Ég var að spila í bestu deild í heimi og kom á alla þessu nýju velli á móti frábærum leikmönnum. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið.“Ekki á útleið Strax eftir tímabilið var Alfreð orðaður við brottför frá Baskalandi, en Roberto Martínez er sagður áhugasamur um að fá hann til liðs við Everton á láni. „Maður er orðinn vanur því, eins og í Hollandi, að það er alltaf verið að orða mann við einhver lið. Ég tek því með miklum fyrirvara og er ekkert að stressa mig á því,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir fá tækifæri á síðustu leiktíð er ekkert fararsnið á Alfreð sem vill bara sanna sig hjá Real Socidad. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég ætla bara fara þarna á undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands, var léttur í bragði þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalnum í morgun. Fyrir höndum er mikilvægur leikur gegn Tékklandi á föstudagskvöldið í undankeppni EM 2016, en þrjú stig þar færir strákana okkar nær Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. „Brjálæðið er að byrja og það er gaman að taka þátt í þessu. Maður er í fótbolta fyrir svona vikur og svona leiki,“ segir Alfreð við Vísi.Vildi meira hjá Real Alfreð er nýbúinn að klára sína fyrstu leiktíð með Real Sociedad á Spáni. Þar var hann mikið á bekknum, en framherjinn spilaði í heildina 25 deildarleiki og skoraði tvö mörk. Hann var aðeins sex sinnum í byrjunarliðinu. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál. Ég náttúrlega lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann,“ segir Alfreð. „Ég var að spila í bestu deild í heimi og kom á alla þessu nýju velli á móti frábærum leikmönnum. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið.“Ekki á útleið Strax eftir tímabilið var Alfreð orðaður við brottför frá Baskalandi, en Roberto Martínez er sagður áhugasamur um að fá hann til liðs við Everton á láni. „Maður er orðinn vanur því, eins og í Hollandi, að það er alltaf verið að orða mann við einhver lið. Ég tek því með miklum fyrirvara og er ekkert að stressa mig á því,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir fá tækifæri á síðustu leiktíð er ekkert fararsnið á Alfreð sem vill bara sanna sig hjá Real Socidad. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég ætla bara fara þarna á undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50