Steven Bowditch sigraði á Byron Nelson meistaramótinu 31. maí 2015 23:30 Bowditch fagnar sigrinum með eiginkonu sinni Amöndu. Getty Ástralinn Steven Bowditch sigraði í kvöld á sínu öðru móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á Byron Nelson meistaramótinu sem fram fór á Four Seasons vellinum í Texas. Sigur Bowditch var eiginlega aldrei í hættu á lokahringnum en hann leiddi mótið alveg frá fyrsta degi og eftir hring upp á 64 högg eða fimm undir pari á lokahringnum sigraði hann mótið með fjórum höggum á samtals 18 höggum undir pari. Charley Hoffman og Jimmy Walker deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Bowditch sagði í viðtali við fréttamenn eftir sigurinn að pútterinn hefði verið lykillinn að sigrinum en hann setti mörg góð pútt niður alla helgina eftir að hafa tekið þá ákvörðun að þyngja púttershausinn hjá sér um tíu grömm fyrir mótið. Á Evrópumótaröðinni fór Opna Írska meistaramótið fram á hinum krefjandi Royal County Down velli en þar fór Daninn Soren Kjældsen með sigur af hólmi eftir þriggja manna bráðabana við Bernd Wieseberger og Eddie Pepperell. Aðstæður voru mjög erfiðar á Írlandi um helgina og nokkur stór nöfn náðu sér ekki á strik, meðal annars Martin Kaymer, Sergio Garcia og besti kylfingur heims, Rory McIlroy, sem lék á níu höggum yfir pari og náði ekki niðurskurðinum. Fyrir sigurinn í Texas fékk Steven Bowditch rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé en Soren Kjældsen þarf að sætta sig við verðlaunatékka upp á rúmlega 70 milljónir króna fyrir að sigra á Opna Írska. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ástralinn Steven Bowditch sigraði í kvöld á sínu öðru móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á Byron Nelson meistaramótinu sem fram fór á Four Seasons vellinum í Texas. Sigur Bowditch var eiginlega aldrei í hættu á lokahringnum en hann leiddi mótið alveg frá fyrsta degi og eftir hring upp á 64 högg eða fimm undir pari á lokahringnum sigraði hann mótið með fjórum höggum á samtals 18 höggum undir pari. Charley Hoffman og Jimmy Walker deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Bowditch sagði í viðtali við fréttamenn eftir sigurinn að pútterinn hefði verið lykillinn að sigrinum en hann setti mörg góð pútt niður alla helgina eftir að hafa tekið þá ákvörðun að þyngja púttershausinn hjá sér um tíu grömm fyrir mótið. Á Evrópumótaröðinni fór Opna Írska meistaramótið fram á hinum krefjandi Royal County Down velli en þar fór Daninn Soren Kjældsen með sigur af hólmi eftir þriggja manna bráðabana við Bernd Wieseberger og Eddie Pepperell. Aðstæður voru mjög erfiðar á Írlandi um helgina og nokkur stór nöfn náðu sér ekki á strik, meðal annars Martin Kaymer, Sergio Garcia og besti kylfingur heims, Rory McIlroy, sem lék á níu höggum yfir pari og náði ekki niðurskurðinum. Fyrir sigurinn í Texas fékk Steven Bowditch rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé en Soren Kjældsen þarf að sætta sig við verðlaunatékka upp á rúmlega 70 milljónir króna fyrir að sigra á Opna Írska.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira